fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 12:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að landslagið í Geldingadölum hafi tekið gríðarlegum breytingum frá því gosið hófst kvöldið 19. mars.

Gígopin eru nú orðin átta talsins en síðustu opin mynduðust öll í línu á milli gígana tveggja sem fyrst opnuðust og gíga númer þrjú og fjögur. Gígarnir mynda nú gríðarlegt sjónarspil, sér í lagi að nóttu til í myrkrinu, en blaðamaður fangaði meðfylgjandi myndband seint í gærkvöldi. Þrátt fyrir sæmilega sunnanátt mældist gasstyrkur yfir heilsumörkum víða á svæðinu. Á gangi um svæðið mátti víða heyra viðvörunarhljóð úr gasmælum viðbragðsaðila.

Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Hraunið úr þeim öllum hefur nú myndað eina stóra hraunbreiðu. Austan megin við hraunið er enn hægt að nálgast nýju gígana en búast má við því að hraunið breiði betur úr sér næstu daga og loki þá „vík“ inn í hraunbreiðuna.

Blaðamaður DV var á svæðinu í gær og náði meðfylgjandi myndbandi. Á kortinu hér að neðan, sem fengið er að láni af vefnum map.is, má sjá hvar blaðamaður stóð (blár punktur) og rauða strikið er svokölluð gönguleið A. Búist er við að hraunið renni yfir þá leið fljótlega þegar Geldingadalur fyllist og hraun tekur að flæða niður rennuna í átt að Nátthaga. Gönguleið B liggur austan megin við gosið og hraunbreiðuna.

mynd/skjáskot map.is

Hraun hefur þegar flætt yfir veginn sem fjölmiðlamenn og viðbragðsaðilar notuðu í Meradölum en hægt hefur verulega á flæðinu þangað niður frá því sem fyrst var og hraunið sem þveraði slóðann í Meradölum kólnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“