fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Hjálpaðu Sigmundi Davíð að finna rétta Icesave óskalagið hjá Sigga Hlö

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. apríl 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ár voru í gær liðin frá seinni atkvæðagreiðslunni um Icesave samninginn svokallaða, en hún fór fram 9. apríl árið 2011. Niðurstöðurnar urðu ekki jafn afgerandi eins og í fyrri atkvæðagreiðslunni sem fram fór árið 2010, en kjörsókn var þó ívið hærri. Árið 2010 sögðu 93,2% kjósenda nei við samningnum og kjörsókn var 63% tæp.

Ári síðar, kusu 75% landsmanna og sögðu rétt tæp 59% nei.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, barðist hatrammlega gegn samþykkt samningsins og fagnaði ákaft sigri þegar samningarnir tveir voru felldir.

Á þessum tímamótum er því ekki úr vegi fyrir hann að fagna en í Facebook færslu um málið í gær segist hann ætla að gera sér glaðan dag og biðja um óskalag hjá Sigga Hlö á Bylgjunni í dag. Eina vandamálið: Hann veit ekki hvaða lag hann á að biðja um.

Sigmundur skrifar:

Til hamingju með daginn afmælisbörn! … og allir hinir. Í dag eru 10 ár liðin frá seinni þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. E.t.v. bið ég um óskalag hjá Sigga Hlö á morgun í tilefni afmælisins. Vantar bara rétta lagið.

Ljóst er að afmælisfögnuður Sigmundar hefur vakið mikla lukku því rúm 400 manns hafa ýmist líkað við færslu Sigmundar eða svarað færslunni.

Fjölmörgum hugmyndum hefur þegar verið varpað fram. Má í því samhengi til dæmis nefna, Keep on Rocking in the Free World með Neil Young, We are the Champions með Queen, We’re Not Gonna Take It með Twisted Sister, Born to be Wild og Money Money Money með Abba.

Einn tónlistarspekúlantinn vildi svo sjá lagið You’re the Best, úr myndinni Karate Kid.

Enn aðrir vilja fara í ögn þjóðlegri búning og leggja til lögin Vegir liggja til allra átta, Stolt siglir fleyið mitt og „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.“

Enn hefur vinningstillagan ekki verið valin, og býðst lesendum DV að leggja sitt á vogarskálarnar í „commenti“ hér að neðan. Tillögum verður svo komið skilmerkilega til skila til Sigmundar áður en Siggi Hlö fer í loftið klukkan 16:00 í dag.

Færslu Sigmundar má sjá í heild sinni hér að neðan.

https://www.facebook.com/sigmundurdavidgunnlaugsson/posts/1840048946158146

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“