fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þorsteinn hefur sent fjögur bréf á Coca-Cola á Íslandi – „Þaðan heyrðist hvorki stuna né hósti“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 19:01

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson virðist hafa miklar áhyggjur af vegferð Coca-Cola hér á landi. Í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag talar Þorsteinn meðal annars um að bragðið á kókinu sé breytilegt, hann telur að það megi rekja það til magns á kolsýru í drykknum.

Í byrjun pistilsins vísar Þorsteinn í viðtal sem birtist nýlega í Morgunblaðinu þar sem fram kom að neysla á Coca-Cola á Íslandi væri að meðaltali um ein 330 millilítrar á hvern landsmann á dag. „Það jafn­gild­ir einni dós af kók á dag, sem kókunn­end­um eins og mér þykir ekki sér­lega mikið,“ segir Þorsteinn í pistlinum og talar svo um breytinguna á bragðinu hér á landi.

„Fyr­ir réttu ári sendi ég tölvu­skeyti til fyr­ir­tæk­is­ins og spurði hverju það sætti að kók sem fram­leitt væri hér­lend­is og selt á flösk­um væri ólíkt því sem fram­leitt væri er­lend­is og selt hér á dós­um. Mun­ur­inn virt­ist liggja í kol­sýru­magn­inu, sem væri mun minna í því ís­lenska en því er­lenda. Þetta breytti bragðinu og því spurn­ing hvort mönn­um væri stætt á að aug­lýsa í báðum til­vik­um að bragðið sé upp­runa­legt. Sjálf­um fynd­ist mér er­lenda kókið mun betra. Spurn­ing mín var þessi: Hvernig stend­ur á þess­um mun? Var á ein­hverj­um tíma­punkti ákveðið að draga úr kol­sýru­magn­inu hér­lend­is?“

Hann segist hafa fengið svar frá Coca-Cola Europe­an Partners Ísland ehf. og að í því væri sagt að smekkur manna væri misjafn eftir löndum. „Á Íslandi væri kol­sýru­magnið með því hæsta sem gerðist, en í ná­granna­lönd­um væri magnið yf­ir­leitt minna. Kók í gleri sem selt væri hér­lend­is væri fram­leitt í Svíþjóð, fyr­ir Svíþjóð og Nor­eg auk Íslands, og hefði því lægra kol­sýru­magn. Kók í dósum væri líka fram­leitt í Svíþjóð, en aðeins fyr­ir Ísland og tæki mið af því sem fram­leitt væri hér heima. Þetta væri í mót­sögn við það sem fram kæmi í mínu bréfi og yrði kannað nán­ar,“ segir Þorsteinn.

„Þrem­ur mánuðum síðar, í júní 2020, ritaði ég bréf til fyr­ir­tæk­is­ins og áréttaði fyrra skeyti. Sagði að nú hefði það gerst að kol­sýru­magnið í dós­un­um hefði minnkað og væri nú svipað og í flöskunum. Ég væri ekki einn um þessa skoðun; fleiri hefðu tekið eft­ir því. Hver væri skýr­ing­in á þess­ari breyt­ingu, sem ég myndi kalla aft­ur­för? Þessu bréfi var ekki svarað þrátt fyr­ir ít­rek­un í tölvu­pósti.“

Þorsteinn sendi svo þriðja bréfið í september og fékk svar um að erindi hans hafi verið sent til markaðsstjóra. Hann segist þó ekki hafa heyrt neitt frá honum. Í október sendi hann svo fjórða bréfið og óskaði eftir svari. „Þá var mér tjáð að er­indið hefði verið ít­rekað við markaðsdeild­ina. Þaðan heyrðist hvorki stuna né hósti. Ég gat þó huggað mig við það að dósakókið hafði breyst til batnaðar. Hélst það í góðu horfi þar til ný­lega, að dós­irn­ar fengu texta sem að mestu leyti var ís­lensk­ur. Það var í sjálfu sér já­kvæð breyt­ing, en því miður gerðist það um leið, að kol­sýru­magnið minnkaði veru­lega og varð allt of lítið fyr­ir minn smekk. Dró ég þá álykt­un að farið væri að fylla á dós­irn­ar hér­lend­is, en þegar ég spurðist fyr­ir var mér tjáð að svo væri ekki, held­ur færi áfyll­ing­in fram í Svíþjóð eins og áður,“ segir hann og spyr að lokum hvort slagorð fyrirtækisins standi.

„Á nýju dós­un­um stend­ur á sér­kenni­lega blönduðu máli: „Orig­inal taste síðan 1886“. Stenst sú full­yrðing? Spyr sá sem ekki veit. En það er ein­kenni­legt að stór­fyr­ir­tæki skuli ekki svara ein­föld­ustu spurn­ing­um um sölu­vöru sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur