fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Reykvíkingur sakaður um viðbjóðslegt kynferðisbrot gegn manni með þroskahömlun – Áverkar eftir endaþarmsmök

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 20:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. febrúar síðastliðinn gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur ónafngreindum og óaldurstilgreindum Reykvíkingi fyrir kynferðisbrot gegn manni með þroskahömlun. Er hann sagður hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart þolanda sínum sem ekki gat skilið þýðingu verknaðarins. Atvikin eru tvö, annað á að hafa átt sér stað árið 2018 en hitt 2019. Fyrra atvikið átti sér stað í vinnubíl hins ákærða. Ákæruliðirnir eru orðrétt svohljóðandi:

„1. […] 2018 í vinnubifreið, sem ákærði var með til umráða og hafði lagt við óþekktan stað nálægt […], haft endaþarmsmök við A.
2. […] 2019, á […], haft endaþarmsmök við A og haldið áfram að hafa við hann mök þó A hafi beðið hann um að hætta, en af þessu hlaut A 1 cm sprungu og þunna afrifu við endaþarm.“

Auk þess sem héraðssaksóknari krefst refsingar yfir manninum og að hann greiði allan sakarkostnað, þá er einkaréttarkrafa lögð fram fyrir hönd þolandans þar sem farið er fram á tvær milljónir króna í miskabætur.

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 21. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði