fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Gosið vekur athygli í erlendum miðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. mars 2021 00:09

Gos í Fagradalsfjalli. Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BBC er á meðal erlendra miðla sem fjallar um gosið í Fagradalsfjalli. Þar segir meðal annars að ekki sé búist við því að gosið valdi miklu öskufalli og reykmengun og ætti ekki að trufla flug. Er mikilvægt að slíkar upplýsingar komi fram í víðlesnum breskum fjölmiðli en breskir ferðamenn urðu ekki síst fyrir barðinu á gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.

The Guardian fjallar einnig um gosið og segir að almenningi sé ráðlagt að halda sig frá gosinu. Segir að gosið eigi sér stað um 40 km frá höfuðborginni Reykjavík. Segir að rautt ský hafi uppljómast á næturhimninum og flugumferð hafi verið stöðvuð. Það mun þó ekki vera rétt því Keflavíkurflugvöllur er opinn eins og venjulega.

Segir ennfremur í Guardian að þó að Keflvíkurflugvöllur og fiskiþorpið Grindavík séu nálægt eldsupptökum séu hvorki mannvirki né byggð í hættu.

Í Berlinske Tiderne í Danmörku segir að lokað sé fyrir alla flugumferð til Íslands vegna gossins. En þetta er ekki rétt. Segir að gosið sé nálægt höfuðstað Íslands, Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“