fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Niðurstaðan liggur fyrir: Aldís dæmd fyrir tvenn af níu ummælum – Sigmar og RUV sleppa alveg

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. mars 2021 13:40

Jón Baldvin Hannibalsson og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur. mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur liggur nú fyrir í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar gegn dóttur sinni Aldísi Schram og Sigmari Guðmundssyni.

Dómurinn hefur enn ekki verið birtur á heimasíðu dómstólanna, og verður fréttin uppfærð er frekari upplýsingar liggja fyrir.

Tvenn ummæli af níu sem Jón höfðaði mál yfir voru dæmt dauð og ómerk. Voru þau:

Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“
sigra hann og hans barn­aníðinga­banda­lag“

Aðalmeðferð í málinu tók tvo daga og voru fjölmörg vitni leidd fyrir dómara í málinu. Blaðamaður DV sem fylgdist með réttarhöldunum lýsti stemningunni sem rafmagnaðri og andrúmsloftinu sem spennuþrungnu. Minnstu munaði svo að upp úr syði þegar systurnar Kolfinna Baldvinsdóttir og Aldís Schram rákust saman í anddyri dómsals þannig að Kolfinna féll til og þurfti að grípa í hurð dómsals 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur til að halda jafnvægi sínu.

Sjá nánar: Rafmögnuð spenna í dómsal er Jón Baldvin mætir dóttur sinni – „Ég var varnarlaus, orðlaus, ég trúði varla mínum eigin eyrum“

Ummælin sem Jón Baldvin krafðist að dæmd yrðu dauð og ómerk féllu flest í útvarpsþætti Sigmars Guðmundssonar og Helga Seljan á Rás 2 í janúar 2019. Fór þar Aldís yfir meintar aðfarir föður síns, aðkomu hans að nauðungarvistunum sínum og sagði hann haldinn barnagirnd.

Sjá nánar: Fjölskylduuppgjör í réttarsal – Hrollvekjandi lýsingar Aldísar í vitnastúku

Við aðalmeðferð málsins kom það jafnframt í ljós að Kolfinna hefði haft samband við önnur vitni sem gefa áttu skýrslu fyrir dómi daginn fyrir aðalmeðferðina. Sagði að minnsta kosti eitt vitnið hafa upplifað tilraunir Kolfinnu sem ógnandi.

Sjá nánar: Kolfinna Baldvins hafði samband við vitni kvöldið fyrir réttarhöldin

Ekki náðist í Vilhjálm H. Vilhjálmsson, lögmann Jóns Baldvins Hannibalssonar og ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar, þó það teljist næsta öruggt að svo fari að lokum.

DV.is mun þegar dómurinn liggur fyrir halda áfram ítarlegum fréttaflutningi sínum af málinu og birta útdrátt úr honum á vef sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum

Tapaði eftir að hann vildi ekki segja hver lagði bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra

Framtíðin blasti við Karli og Margréti – Fallega lagið sem þjóðin þekkir var hinsta kveðja þeirra
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Foktjón varð á Ísafirði

Foktjón varð á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur