fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Lögmannafélagið skoðar mál Steinbergs

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. mars 2021 09:00

Steinbergur er verjandi Antons Kristins Þórarinssonar. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmannafélagið mun óska eftir upplýsingum um mál Steinbergs Finnbogasonar, verjanda Antons Kristins Þórarinssonar í Rauðagerðismálinu, en eins og skýrt var frá í gær hefur lögreglan lagt fram kröfu fyrir dómi um að Steinbergur verði kallaður fyrir sem vitni í málinu. Ef héraðsdómur fellst á þetta er ljóst að hann getur ekki lengur sinnt starfinu sem verjandi Antons.

Lögmannafélagið mun óska eftir upplýsingum um málið að því er Fréttablaðið skýrir frá í dag. Haft er eftir Berglindi Svavarsdóttur, formanni félagsins, að vitnaskylda verjanda nái aldrei til atriða eða upplýsinga sem þeir hafa fengið í störfum sínum sem verjendur. „. Það er þagnarskylda. Trúnaðarskylda er ein sú mikilvægasta skylda sem lögmenn hafa í sínum störfum fyrir sína skjólstæðinga,“ er haft eftir henni.

Hún sagði að ef reyna eigi að reka fleyg í þetta eða kalla verjanda í skýrslutöku þurfi veigamiklar ástæður að búa að baki.

Steinbergur sagðist ekki geta tjáð sig um efnisatriði málsins vegna trúnaðarskyldu. Niðurstöðu héraðsdóms er að vænta í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald