fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Brynjar segir slaufunarmenningu vera fasisma

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 8. mars 2021 21:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti í dag pistil á viljinn.is, en tilefni pistilsins eru umræður sem skapast hafa nýlega vegna slaufunar (e. canceling) rithöfunda á borð við Dr. Seuss og J.K. Rowling.

Slaufun er þegar einstaklingi eða verkum einstaklings er útskúfað, útilokað eða „slaufað“ vegna orða eða gjörða sem þykja óviðeigandi, ósmekkleg eða ógeðsleg. „Cancel culture“ hefur verið umtalað seinustu daga, sérstaklega eftir umræður sem áttu sér stað á Rás 1 í þættinum Lestin. Þar var fjallað um J.K. Rowling, rithöfund Harry Potter-bókanna, en hún hefur sagt hluti sem flokkast hatursfull í garð transfólks.

Brynjar segir slaufunarmenninguna hafa verið allsráðandi í kommúnistaríkjum austantjalds og að hún hafi verið talin nauðsynleg til að verja samfélagsgerð sósíalismans.

„Nú um stundir birtist slaufunarmenningin okkur einkum þegar kemur að baráttu ýmissa hópa. Sumir líta á að samfélagið samanstandi af hópum en ekki einstaklingum. Stærsti hópurinn í augnablikinu eru konur. Einar Kárason, einn af örfáu félagsmönnum Samfylkingar sem ber eitthvert skynbragð á mannlegt samfélag, gagnrýndi velþóknun og réttlætingu margra á slaufunarmenningunni í kjölfar útvarpsþáttar á Rás 1,“ skrifar Brynjar en hann vísar í færslu sem Einar Kárason birti á dögunum þar sem hann talar gegn slaufunarmenningu.

Hann segir marga ekki átta sig á því að slaufunarmenning sé ekkert annað en fasismi og að hún sé dæmi um hvernig fasismi geti þrifist í frjálsum lýðræðisríkjum.

„Fasisminn er andstæðan við frelsið enda stjórnlyndisstefna og ef við beygjum ekki af þessari braut er stutt í að við veifum frelsinu svona í kveðjuskyni. En kannski er frelsið óþarft og jafnvel skaðlegt í huga einhverra. Það hefur aldrei verið erfitt að réttlæta útskúfun á hverjum tíma fyrir þá sem telja einstaklinginn og frelsi hans engu máli skipta. Líta svo á að þeir séu að búa til betra og sanngjarnara samfélag. Telja jafnframt að þeir séu göfugir og gáfaðir enda standa háskólar mjög framarlega í slaufunarmenningunni,“ stendur í pistlinum og segir þá sem sem stunda slaufun mögulega vera afar sjálfmiðaðir og geta ekki á heilum sér tekið nema allt sé eins og þeir vilja hafa það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum