fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 5. mars 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn þriðjudag birtist auglýsing í Morgunblaðinu frá Öglu Gosgerð þar sem drykkurinn Jesúlaði er auglýstur. Auglýsingin féll ekki í kramið hjá öllum og en DV greindi frá færslu Ragnhildar Pálu Ófeigsdóttur, ljóðskálds, þar sem hún sakar gosgerðina um guðlast.

Í dag sendi gosgerðin frá sér yfirlýsingu vegna drykkjarins þar sem nafnið „Jesúlaði“ er útskýrt nánar. Yfirlýsinguna má lesa hér fyrir neðan.

„Páskarnir eru sigurhátíð Jesú Krists. Þessi hátíð er haldin vegna þess að Jesú, þessi uppreisnarseggur, kom öllum á óvart með því að gera nákvæmlega það sem hann hafði lofað: Hann sigraði sjálfan dauðann og færði okkur um leið fyrirgefningu syndanna. 

Gosgerðarmeistarinn hefur alltaf hrifist af því sem kemur á óvart – ekki síst þegar gjörsigrun er annars vegar. Honum fannst því liggja beint við að hafa Jesú uppi á borðunum meðan á sigurhátíðinni stendur og heiðra upprunalega uppreisnarsegginn með vönduðum gosdrykk úr hágæða náttúrulegum hráefnum svo hann gleymist ekki á bak við öll páskaeggin og lambakjötið. Hjá Öglu Gosgerð snýst allt um innihaldið – og ættu páskarnir ekki að gera það líka?

Að lokum er minnt á að, rétt eins og gildir um aðra drykki Öglu Gosgerðar, þá er bannað að þamba Jesúlaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð