fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Einar minnist Eyþórs – „Merkasta hvunndagshetja sem Ísland hefur alið“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 5. mars 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, minnist vinar síns, Eyþórs Hannessonar, í pistil í Fréttablaðinu í dag. Eyþór var einn upphafsmanna „plokk“menningarinnar á Íslandi og kallar Einar hann: „einhver merkasta hvunndagshetja sem Ísland hefur alið“

„Fyrir mörgum árum sá ég frétt í fréttatíma RÚV sem sagði frá undarlegu athæfi hlaupara á Egilsstöðum sem var farinn að gera sér það til gamans að tína upp rusl af vegkantinum og taka með sér heim á hlaupum sínum um héraðssveitina. Fréttamaðurinn var undrandi á þessu og flestir líklega sem sáu fréttina,“ skrifar Einar og segir Eyþór hafa verið byrjaður að plokka áður en það kom í tísku.

Plokkið barst hingað til lands mörgum árum eftir að Eyþór hóf að plokka frá Svíþjóð og varð Eyþór lykilmaður í samfélaginu. Nú eru um sjö þúsund plokkarar á Íslandi og er það að mörgu leiti Eyþóri að þakka.

„Hann fór fram með góðu og hvetjandi frumkvæði og smitaði stóran hóp samfélagsins til að koma og taka þátt. Fyrir nokkrum misserum veiktist Eyþór af krabbameini og þrátt fyrir bjartsýni, einurð og baráttu lést hann 20. febrúar síðastliðinn.“

Einar minnist félaga síns með hlýjum hug og sendir samúðarkveðjur á fjölskyldu Eyþórs.

„Eyþór var hvunndagshetja með hjarta úr gulli. Frumkvæði og dugnaður hans mun lifa í verkum okkar hinna og við getum treyst því að það er búið að plokka leiðina að og í gegnum Gullna hliðið ef það var þörf á því,“ en plokkarar landsins ætla að minnast hans á morgun, laugardaginn 6. mars, með því að plokka í nokkra poka hvert og deila því í hans nafni á síðunni Plokk á Íslandi á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð