fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Vofa B5 lifir áfram í réttarkerfinu – Líkamsárás á líkamsárás ofan

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 19:00

mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari gaf nýverið út ákæru vegna „sérstaklega hættulegrar líkamsárásar“ á skemmtistaðnum B5 við Bankastræti 5 í Reykjavík. Mun ákærði hafa kastað vínflösku í andlit annars manns með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut x-laga skurð á enni.

Viðurlög við alvarlegri líkamsárás eins og hún er skilgreind í hegningarlögum eru fangelsi allt að þremur árum, eða sektum. Ef árásin er sérstaklega hættuleg vegna aðferðar sem notuð er, til dæmis ef notuð eru tæki, eða ef stórfellt líkams- eða heilsutjón hlýst af árásinni má dæma mann í fangelsi í allt að 16 ára fangelsi.

B5 lokaði eins og aðrir skemmtistaðir þegar samkomubann var sett á í landinu vegna Covid faraldursins í mars á síðasta ári. Sagði DV þá frá því að fasteignafélagið Eik sem á húsið við Bankastræti 5 hefði á sama tíma og samkomubannið var sett á með tilheyrandi tekjutapi fyrir rekstur skemmtistaðarins hækkað leiguna. Leigan var þá orðin 3,5 milljónir á mánuði.

Í samtali við Morgunblaðið lýsti Þórhallur Viðarsson, einn eigandi staðarins, framkomu Eikar sem ofbeldi. „Spurningin sem við höfum staðið frammi fyrir er hvort við viljum setja félagið í þrot eða borga það sem þeir fara fram á. Fyrir mér er þetta ekkert annað en ofbeldi,“ sagði Þórhallur. Kom þá fram

B5 var ekki einn um að neyðast til að loka. Öllum skemmtistöðum og krám var lokað og margir veitingastaðir sáu sér ekki fært um að halda rekstri sínum gangandi í faraldrinum. Fjölmargir hafa síðan lagt upp laupana eða eru enn með rekstur sinn í salti. Enn er í gildi takmörkun á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Í dag mega staðir aðeins hafa opið til 22:00 en þeir sem eru mættir þá mega sitja til 23:00.

Vofa B5 kemur þó víða við. Síðast í febrúar sagði DV frá dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjaness þar sem maður var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi vegna árásar á B5. Mun þar maður hafa veitt öðrum manni olnbogaskot með þeim afleiðingum að tennur brotaþola losnuðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu

Örn sakfelldur fyrir vörslu á grófu barnaníðsefni – Slapp við ákæru fyrir að misnota börn fyrir 32 árum síðan þrátt fyrir játningu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum

Barnavernd kölluð til eftir að maður ók drukkinn með tvö börn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti