fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Fréttir

Segir jarðhræringarnar valda kvíða hjá mörgum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 08:55

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segist telja að flestir sýni einhver kvíðaviðbrögð á meðan jarðskjálftar ríða yfir en upplifunin og viðbrögðin séu þó misjöfn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er eins og að þurfa sífellt að taka spretthlaup án undirbúnings. Þetta verður að tilfinningalegum óróa og okkur stendur ekki alveg á sama. Það er okkur flestum ekki eðlislægt að jörðin undir fótum okkar hristist,“ er haft eftir Sjöfn sem sagði eina helstu ástæðu kvíða vera stjórnleysið því við ráðum ekki við náttúruhamfarir eða óróa. „Við vitum ekki hvort skjálftarnir séu að verða búnir eða hvort þeir haldi áfram,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að við þetta bætist umræða um stærri skjálfta í Brennisteinsfjöllum og eldgos á Reykjanesi. „Undir niðri erum við öll að undirbúa okkur undir þessa atburði því að það er búið að tala um þá,“ sagði hún og bætti við að óöryggi grípi um sig og fólk fari að huga að ýmsu sem það hafi ekki hugað að áður, til dæmis að festa húsgögn og útbúa neyðartöskur.

Hún sagði einnig að sumir þori ekki upp í háar byggingar og líkamlega einkenni eins og þreytta geri vart við sig. Einnig einbeitingarskortur og einhverskonar sjóriða. „Það spilar einnig inn í að við höfum búið lengi við óvissuástand vegna faraldursins. Fólk er orðið langþreytt á þessu öryggisleysi sem við höfum upplifað undanfarið ár,“ sagði hún.

Hún sagði mikilvægt að fólk ræði líðan sína, ef því líður illa og er smeykt, við fólk sem því þyki gott að ræða við. Einnig sé mikilvægt að hlúa vel að sjálfum sér, passa upp á svefninn og hlusta á sérfræðinga sem hafa ítrekað að fólk geti verið rólegt heima hjá sér. Ef óttinn verði viðvarandi geti verið gott að leita til fagfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar

Gabríel Þór keypti TR-húsið á tæpan milljarð – Umsvif hans vekja spurningar
Fréttir
Í gær

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“

Auglýsti gistingu á Þjóðhátíð og netverjar eru fjúkandi yfir verðinu – „Mundu bara að karma er alltaf að fylgjast með“
Fréttir
Í gær

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman