fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Grunaður um ölvun við akstur – Ók út af Þingvallavegi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 05:17

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi missti ökumaður stjórn á bifreið sinni og ók út af Þingvallavegi. Hafnaði bifreiðin á hvolfi í skurði. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild til aðhlynningar. Að henni lokinni var hann handtekinn grunaður um ölvun við akstur og fluttur í fangageymslu lögreglunnar.

Á ellefta tímanum var ökumaður handtekinn í miðborginni eftir að hann hafði ekið á kantstein og skemmt bifreið sína. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og vörslu/sölu fíkniefna og lyfja. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum hafði lögreglan afskipti af manni sem er grunaður um þjófnað úr verslun í Bústaðahverfi.

Skömmu fyrir miðnætti datt ung kona af rafskútu og meiddist í andliti. Hún var flutt á bráðadeild með sjúkrabifreið.

Skráningarnúmer voru fjarlægð af 14 bifreiðum í Kópavogi og Breiðholti í nótt því þær höfðu ekki verið færðar til skoðunar á tilsettum tíma og/eða voru ótryggðar.

Einn ökumaður var handtekinn síðdegis í gær í austurborginni en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og akstur sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða