fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Fjallað um Rauðagerðismálið í albönskum fjölmiðli – „Hafði byrjað nýtt líf, langt frá vandræðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 14:03

Armando Bequirai

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað er um morðið í Rauðagerði í albanska fjölmiðlinum Politiko. Frétt birtist þar fyrir tveimur dögum í þeim hluta miðilsins þar sem birtast fréttir á ensku.

Fréttin er að mestu í samræmi við þróun rannsóknarinnar eins og henni var lýst í fjölmiðlum fyrir tveimur dögum, þegar frekari handtökur og yfirheyrslur hófust. Í fréttinni segir meðal annars að Armando Bequiri, sem myrtur var fyrir utan heimili sitt, síðastliðið laugardagskvöld, hafi verið ákafur stuðningsmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

„Grunur leikur á að morðið hafi verið framið vegna ósættis varðandi fíkniefnaviðskipti, jafnvel þó að hinn myrti hafi verið búsettur í Reykjavík í sjö ár, þar sem hann hafði byrjað nýtt líf, langt frá vandræðum,“ segir um Armando.

Tekið skal fram að íslenska lögreglan hefur ekki staðfest að morðið tengist fíkniefnaviðskiptum en fjölmiðlar hafa gert því skóna. Þá segir ennfremur um Armando:

„Hann var með íslenskan ríkisborgararétt og hafði stofnað fyrirtæki sem starfar að öryggisgæslu en sem mikill knattspyrnuáhugamaður var hann ákafur stuðningsmaður íslenska knattspyrnulandsiðsins.“

Í fréttinni er morðinu lýst eins og það hefur birst í íslenskum fjölmiðlum.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“