fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Ofbeldisæði Kristleifs á Litla-Hrauni – Misþyrmdi samfanga og hótaði að láta brjóta andlit hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. febrúar 2021 14:00

Frá Litla Hrauni. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristleifur Kristleifsson var í morgun dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn samfanga á Litla Hrauni vorið 2019. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands.

Ákæran var í tveimur liðum þar sem annar varðar líkamlegt ofbeldi en hinn hótanir. Ákæran eins og hún birtist í texta dómsins er eftirfarandi:

„I. fyrir líkamsárás með því að hafa, síðdegis fimmtudaginn 16. maí 2019, í eldhúsi í sameign í fangelsinu að Litla Hrauni á Eyrarbakka, veist að A, ógnað honum endurtekið með hnífi og því næst kýlt hann ítrekað í andlit með þeim afleiðingum að A hlaut ótilfært nefbrot, mar vinstra megin á andliti, bólgu í kringum vinstra auga, sprungna neðri vör, blóðnasir, sár á enni, glóðarauga beggja vegna og eymsli víða í andliti, höfði og augum.

Telst brot ákærða varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940.

II fyrir hótanirmeð því að hafa, síðdegis föstudaginn 13. september 2019, í fangelsinu að Litla Hrauni á Eyrarbakka, hringt í B, og hótað honum ofbeldi ef hann hætti ekki öllum samskiptum við C. Nánar tiltekið fólust hótanirnar í því að slys myndi verða og að ákærði þekkti aðila sem væru reiðubúnir til þess að brjóta andlit fyrir hann. Þá kvaðst ákærði vita hvar B og nánustu aðstandendur hans byggju, en framangreind ummæli voru til þess fallin að vekja hjá B ótta um eigið líf, heilbrigði og velferð hans og fjölskyldu hans.

Telst brot ákærða varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940.

Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.“

Gerð var miskabótakrafa fyrir hönd mannsins sem varð fyrir árás Kristleifs, upp á eina og hálfa milljón króna. Niðurstaðan var að hann þarf að greiða manninum hálfa milljón með dráttarvöxtum.

Kristleifur viðurkenndi sök í málinu. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en mótmælti bótafjárhæðinni sem krafist var. Hann hefur margoft áður gerst brotlegur við lög og hefur samtals 14 sinnum verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af átta sinnum fyrir ofbeldisbrot. Árið 2017 var hann meðal  annars fundinn sekur um líkamsárásir í Vestmannaeyjum og fyrir að hafa stolið 75 lundum sem voru í reykingu í reykskúr.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Í gær

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn