fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Handtekin vegna gruns um sölu fíkniefna – Líkamsárás og brot á vopnalögum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 05:25

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 22 í gærkvöldi var par handtekið í Lauganeshverfi en það er grunað um vörslu/sölu fíkniefna. Að lokinni dvöl í fangageymslu og yfirheyrslum var parið látið laust.  Um miðnætti var maður handtekinn í Árbæ en hann er grunaður um líkamsárás og brot á vopnalögum. Áverkar árásarþolans eru minniháttar að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Um klukkan tvö í nótt ökumaður handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um brot á vopnalögum. Báðir eru ólögráða en ekki náðist samband við foreldra þeirra. Þeim var ekið heim að rannsókn lokinni og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um málið.

Á tólfta tímanum kom eldur upp í atvinnuhúsnæði í Grafarholti. Húsið var mannlaust. Slökkvilið fór á vettvang en um minniháttar eldsvoða var að ræða.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum og var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann er staðinn að akstri eftir að hann var sviptur þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga

Hún hefur heimsótt yfir 90 lönd en Ísland er eina landið sem hún getur heimsótt aftur og aftur – Nefnir dæmi um hugulsemi Íslendinga
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis

Ákærur yfirvofandi vegna netsölu áfengis
Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn