fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Tvö hnefahögg á Akureyri urðu að einum kinnhesti

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 15:00

Frá Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur er fallinn í máli lögreglustjórans á Norðurlandi eystra gegn manni sem upphaflega var ákærður fyrir að kýla mann á Akureyri í tvígang með krepptum hnefa í andlitið. Árásin átti sér stað í byrjun apríl á síðasta ári.

Í dómnum segir að ákærunni hafi við meðferð málsins verið breytt á þann veg að „tvö hnefahögg“ urðu að „einum kinnhest.“ Athæfið þótti varða við 217. gr. almennra hegningarlaga hvort sem um er að ræða kinnhest eða hnefahögg.

Maðurinn játaði sök miðað við breytt orðalag ákærunnar. Segir í dómnum: „Með játningu [ákærða], sem ekki er ástæða til að efa að sé sannleikanum samkvæm, og gögnum málsins, er nægilega sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem í ákæru er lýst og þar er réttilega heimfærð til refsiákvæða.

Engan sakarkostnað leiddi af málinu og mun brotaþoli ekki hafa haft uppi einkaréttarlega kröfu í málinu.

Var maðurinn því dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“