fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Enginn í gæsluvarðhaldi lengur vegna átakanna í Borgarholtsskóla en rannsókn heldur áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 19:29

Viðbúnaður lögreglu var mikill eftir árás í Borgarholtsskóla. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það gefur leið að það hefur áhrif á rannsóknina því við óskuðum eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV, en spurt var hvort það hefði slæm áhrif á rannsókn á líkamsárásum í Borgarholtsskóla í síðustu viku að enginn er lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Fréttablaðið skýrði frá því að Landsréttur hefði fellt úr gildi úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir 19 ára manni í þágu rannóknar málsins, og hefur sá maður nú verið látinn laus. Lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum ungmennum en héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu.

„Rannsókninni miðar þokkalega,“ segir Margeir en sagði að ekkert frekar væri meira um það að segja. Hann gat ekki svarað því hvort ákærur væru líklegar í málinu. „Það verður bara tekin afstaða til þess þegar rannsókn málsins er lokið og niðurstöður verða sendar til ákærusviðs.“

„Þetta er bara mat dómstóla og við hlítum því,“ sagði Margeir ennfremur um þá staðreynd að enginn er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins.

Að minnsta kosti sex ungmenni fóru á slysadeild eftir átökin í Borgarholtsskóla. Fólkið slasaðist þó ekki alvarlega en atburðurinn vakti mikinn óhug í samfélaginu. Ungur maður kom í skólann vopnaður hnífi og hafnarboltakylfu. Sérveit lögreglu koma á vettvang og þrjú ungmenni voru handtekin.

Ástæður átakanna eru óljósar og mismunandi ástæður hafa verið gefnar upp í fréttum og samfélagsmiðlum. Óvíst er hvenær rannsókn lögreglu á málinu lýkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“