fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fartölvuþjófurinn handtekinn – Sögð hafa ætlað að selja fartölvu Pelosi til rússnesku leyniþjónstunnar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FBI hefur handtekið Riley June Williams vegna aðkomu hennar að óeirðunum í Washingtonborg í þar síðustu viku. Líkt og DV greindi frá í fyrradag hefur FBI gefið út ákæru á hendur konunni fyrir óspektir á almannafæri, innbroti í lokaða byggingu og fyrir að trufla störf yfirvalda. Þá var handtökuskipun gefin út vegna tilkynninga um að konan hafi verið viðriðin fartölvuþjófnað af skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Sjá nánar: Sögð hafa stolið fartölvu af skrifstofu Pelosi fyrir rússnesku leyniþjónustuna – Er nú eftirlýst af FBI

Konan er í handtökuskipuninni sögð hafa ætlað að senda tölvuna til rússneskra vina sinna sem ætluðu svo að selja hana til leyniþjónustunnar þar í landi.

Breska sjónvarpsstöðin ITV hafði raunar þegar vakið athygli á aðkomu hennar að óeirðunum, en á upptökum sem stöðin birti virtist konan skera sig úr fjöldanum. Var engu líkara en að konan vissi nákvæmlega hvert hún ætti að fara og stýrði fjöldanum upp tröppurnar og beint að skrifstofu Pelosi. Þá sást konan bera tösku á öxlinni út úr húsinu síðar.

Drew Hammill, starfsmannastjóri Nancy Pelosi, staðfesti síðar að fartölvu hefði verið stolið af skrifstofu Pelosi, en að hún hefði aðeins verið notuð til að sýna kynningar í fundarsal.

ABC greinir svo frá því, sem fyrr sagði, að konan hefði gefið sig fram við alríkislögregluna í Pennsylvaníu og verið handtekinn. Williams var í haldi lögreglu í nótt og mun koma fyrir dómara í dag þar sem hún mun þurfa að taka afstöðu til ákærunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar