fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Lilja segir að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla hafi verið grafalvarlegar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 09:00

Mynd tekin við Borgarholtsskóla á miðvikudaginn. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fordæmi allt ofbeldi. Það er ljóst að aðstæðurnar í Borgarholtsskóla voru grafalvarlegar,“ hefur Morgunblaðið eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um atburðina í skólanum á miðvikudaginn.

Hún sagðist jafnframt telja að skólinn, bæði kennarar og nemendur, hafi brugðist hárrétt við. Lilja fundar með skólameisturum í dag þar sem öryggismál verða rædd sérstaklega og farið verður yfir það sem gerðist í Borgarholtsskóla.

„Ég legg áherslu á að við búum í frjálsu og mjög góðu samfélagi og við viljum halda í þá samfélagsgerð. Við leggjum höfuðáherslu á að umhverfi skólasamfélagsins sé öruggt og viljum tryggja öryggi allra,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið.

Skólameistarafélag Íslands er langt komið með gerð áætlunar um viðbrögð við mögulegri vá í framhaldsskólum. Morgunblaðið hefur eftir Kristni Þorsteinssyni, formanni félagsins, að það hafi átt frumkvæðið að gerð þessarar áætlunar. Reiknað er með að vinnu við áætlunina ljúki á þessu skólaári.

Í áætluninni er tekið á náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta en einnig er tekið á skotárásum, hryðjuverkaárásum og öðru því líku að sögn Kristins sem sagði að áður hafi komið til átaka í íslenskum skólum en atvikið í Borgarholtsskóla sé eitt það versta sem hann muni eftir.

Piltur var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala