fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Móðir árásarþola úr Borgarholtsskóla stígur fram – Segir son sinn hafa verið látinn gjalda fyrir að stöðva ofbeldi gegn stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 17:32

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir eins árásarþolans frá átökunum í Borgarholtsskóla í gær steig fram með yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í dag, í opinni færslu. Henni gremst mjög að sagt hafi verið frá því í einhverjum fréttum að uppgjör vegna fíkniefnaskuldar hafi verið orsök árásanna.

Móðirin segir að sonur sinn hafi aldrei neytt fíkniefna en að hann hafi verið látinn gjalda fyrir að stöðva forpsprakka slagsmálanna í að ganga á skrokk á stúlku fyrir nokkru síðan: „Síðan þá hefur honum verið hótað barsmíðum og í fyrradag barst honum til eyrna að það væri verið að planleggja stunguárás á sig,“ segir hún og bætir við að árásarmennirnir hafi reynt að narra hann út í Spöng sem er rétt hjá Borgarholtsskóla.

Hann hafi hins vegar þess í stað hringt í bróður sinn og sagt honum frá þeim vandræðum sem hann væri kominn í. Bróðir hans hafi reynt að miðla málum en þá hafi brotist út slagsmál þar sem árásarmennirnir hafi ráðist á báða syni hennar og þar hafi meðal annars verið beitt hafnaboltakylfu og hnífum. Séu synir hennar mikið lemstraðir, með djúpa skurði á höfði. Þá sé einn nemandi handleggsbrotinn eftir að hafa reynt að aðstoða bræðurna.

„Ég bið ykkur að róa ykkur í að dæma það sem þarna fór fram, þetta er svakalega erfitt. Ég bendi á að synir mínir voru ekki leiddir burtu frá hvorki skóla né bráðamóttöku í járnum, þeir eru með stöðu þolenda í þessu máli,“ segir móðirin.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim