fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Mistök á mistök ofan er Ísland tapaði fyrir Portúgal

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 21:01

Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slök markvarsla í fyrri hálfleik og fjölmarir tapaðir boltar voru það helsta sem varð til þess að Ísland tapaði gegn Portúgal í fyrsta leiknum á HM í handbolta í Egyptalandi. Um lykilleik var að ræða því þetta eru þau tvö lið sem talin voru sterkust í undanriðlinum en lið taka með sér stig úr undanriðli inn í milliriðil. Önnur lið í riðlinum eru Alsír og Marokkó.

Ísland byrjaði betur í leiknum en Portúgalar náðu yfirhöndinni um seinni hluta hálfleiksins og höfðu frumkvæðið út leikinn. Markverðir íslenska liðsins vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Ágúst Elí Björgvinsson varði vel í síðari hálfleik eða 7 skot. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot.

Portúgalar náðu mest fimm marka forskoti í síðari hálfleik. Íslenska liðið fékk nokkur tækifæri til að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunum en fóru þá illa með færi.

Lokatölurnar urðu 25-23 fyrir Portúgal. Staðan í hálfleik var 11:10.

Bjarki Már Elísson var markhæstur með 6 mörk, Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4 og Elvar Örn Jónsson 3.

Næsti leikur er gegn Alsír á laugardagskvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi