fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Reyndi að ræna mann með skærum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 08:19

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kópavogi í nótt eftir að hafa gert tilraun til að ræna annan mann með því að ógna honum með skærum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þolandinn náði að forða sér á hlaupum og hringja í lögreglu.

Alls voru 90 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17:00 í gær þar til kl. 05:00 í nótt.

Þrír voru handteknir í Hafnarfirði vegna innbrots og þjófnaðar og fannst talsvert magn af þýfi hjá þremenningunum og lagði lögregla hald á það. Þeir voru allir þrír vistaðir í fangaklefum vegna málsins.

Tveir voru handteknir eftir að hafa verið stöðvaðir af lögreglu í Kópavogi á stolinni bifreið.

Árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Skömmu eftir áreksturinn varð annað umferðaróhapp skammt frá þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálkunni og ók á vegrið. Aftur urðu engin slys á fólki en bifreiðin er óökufær.

Eldur kviknaði í ruslagám við Stýrimannaskólann. Talið er að flugeldur hafi verið notaður til að þess að kveikja eldinn. Annars var nokkuð um tilkynningar vegna flugelda víðs vegar um borgina.

Alls voru átta ökumenn síðan stöðvaðir vegna ölvunar og/eða fíkniefnaaksturs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd