fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Móðir ungu konunnar í Kristals-auglýsingunni stígur fram – „Þú ert að lítilsvirða dóttur mína“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 29. september 2020 12:30

Skjáskot af annarri mynd úr auglýsingaherferðinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing fyrir kolsýrða drykkinn Kristal sem Ölgerðin framleiðir hefur vakið sterk viðbrögð í Facebook-hópnum Femínistaspjallið. DV ræddi við móður ungu konunnar sem er í auglýsingunni.

„Er það bara ég, eða er þessi auglýsing viðbjóður?“ spurði konan sem deildi auglýsingunni í Facebook-hópnum. „Hvað er svona mikill viðbjóður við hana?“ spyr önnur kona þá. Sú sem deildi færslunni svarar því og segir að auglýsingin sé með „mjög kynferðislegan undirtóni“ og að „fyrirsætan líti út fyrir að vera 13 ára“. Færslan vakti mikla athygli en var að lokum fjarlægð. DV hafði samband við konuna sem deildi auglýsingunni en hún vildi ekki tjá sig um málið.

„Er það markmið þessa hóps að lítilsvirða aðrar konur?“

„Ég setti mig nú bara inn í þennan hóp af því að ég sá þetta á DV,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir, móðir ungu konunnar í auglýsingunni, í samtali við DV. Inga sá ekki þráðinn sjálfan þar sem búið var að eyða honum þegar hún fékk inngöngu í hópinn.

„Dóttir mín var sú sem þið voruð að lítilsvirða,“ skrifaði Inga í hópinn eftir að hún fékk inngöngu í hann. „Sem betur fer er hún ekki að velta sér upp úr neikvæðum athugasemdum miðaldra kvenna en í alvöru stelpur, er umræðan hérna ekki farin að snúast í andhverfu sína? Hún hefur alltaf verið grönn og smábeinótt. Er það markmið þessa hóps að lítilsvirða aðrar konur?“

Inga segir að henni finnist athugasemdirnar í hópnum vera virkilega afbakaðar þar sem verið að drulla yfir DV, frekar en að drulla yfir það sem sagt var um dóttur hennar og auglýsinguna. „Það er verið að hengja bakara fyrir smið þarna,“ segir Inga.

Þá bendir Inga á það að konur eru í miklum meirihluta í auglýsingunni. „Það er verið að tala um konur í öllum stéttum í auglýsingunni, það er verið að tala um konur í alls konar holdafari,“ segir hún.

„Fyrir mér er þetta bara þannig að þessi hópur missir tilgang sinn ef þetta er umræðuefnið sem fer fram þar,“ segir Inga og veltir því fyrir sér hverju er verið að berjast fyrir í hópnum. „Það má ekkert í dag, það er enginn kynferðislegur undirtónn í þessari auglýsingu. Hún er dansari og á að dansa í þessari auglýsingu, yfirleitt eru dansarar ekki í snjógöllum. En af því hún er grönn og það sést í bert hold þá er hún orðin hlutgerving fyrir einhverjar miðaldra kerlingar sem eru að drulla yfir hana.“

Auglýsingin sem um ræðir

„Ég vona að við áttum okkur á því að þetta er ekki málið“

Þá sendir Inga skilaboð til konunnar sem hóf umræðuna og sagði auglýsinguna vera viðbjóð. „Konan sjálf sem póstaði þessum þræði sagði að hún væri ekki að lítilsvirða dóttur mína. Jú, þú ert að lítilsvirða dóttur mína, þú ert ekki að lítilsvirða mynd af dóttur minni, þú ert að lítilsvirða hana sjálfa af því að það er nafn á bak við þetta og hjarta og sál sem þú ert að lítilsvirða. Sem betur fer hefur dóttir mín alltaf verið með þykkan skráp og hún hlær bara að þessu. Það á ekki að lítilsvirða aðrar konur eða annað fólk.“

Að lokum segir Inga að hún voni að þetta verði til þess að umræðan um þessi mál batni. „Ég vona að við áttum okkur á því að þetta er ekki málið.“

Lesa meira: Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar