fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Íslenska auglýsingastofan gjaldþrota – 32 ára gamall risi stimplar sig út

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 29. september 2020 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarmenn Íslensku auglýsingastofunnar hefur óskað eftir því að félagið verði úrskurðað gjaldþrota og bú þess tekið til skiptanna. Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar staðfesti það við mbl.is nú í kvöld.

Kemur þar fram að um 25 starfsmenn hafi þar starfað. Stofan var stofnuð 1988 og á því 32 ár að baki.

Hjalti benti á að í upphafi árs hafi Icelandair samið við aðra auglýsingastofu og hætt viðskiptum við sig og sína stofu. Í kjölfarið bættust svo áhrif kórónaveirufaraldursins.

Í tilkynningu frá auglýsingastofunni segir að tilraunir til þess að endurskoða rekstrarforsendur eins og leigusamninga hafi ekki borið árangur. Tilraunir til frekari hagræðingar hafi enn fremur ekki tekist sem skyldi. Í ljósi þess hafi eigendur félagsins tekið þá þungbæru ákvörðun að láta staðar numið.

Stofan mun, að óbreyttu, stöðva rekstur sinn næstu mánaðamót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“

Stefán undrast stríðsæsing í tali íslenskra ráðamanna – „Mér finnst tónninn í þessari skýrslu vera afskaplega furðulegur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Í gær

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram