fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Auglýsing fyrir Kristal vekur sterk viðbrögð – „Er það bara ég eða er þessi auglýsing viðbjóður?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 28. september 2020 21:07

Skjáskot úr myndbandsauglýsingunni fyrir Kristal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsing fyrir kolsýrða drykkinn Kristal sem Ölgerðin framleiðir hefur vakið sterk viðbrögð í Facebook-hópnum Femínistaspjallið.

„Er það bara ég, eða er þessi auglýsing viðbjóður?“ spurði kona nokkur og deildi auglýsingunni í hópinn. „Hvað er svona mikill viðbjóður við hana?“ spyr önnur kona þá. Sú sem deildi færslunni svarar því og segir að auglýsingin sé með „mjög kynferðislegan undirtón“ og að „fyrirsætan líti út fyrir að vera 13 ára“.

Ekki eru allir í hópnum sammála því að auglýsingin sé kynferðisleg. „Ég sé ekkert kynferðislegt við hana, bara alls ekki,“ segir ein kona og önnur segir að henni finnist ekkert vera að þessari mynd. „Kona um tvítugt, ekkert neitt sérstaklega kynferðislegt.“

Þá blandar Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, sér inn í umræðuna. „Tja, ég að minnsta kosti sé ekkert sérstaklega skrítið við hana,“ segir Alexandra.

Kona ein hefur ekki mikið út á myndina sjálfa að setja en er þó ekki hrifin af auglýsingaherferðinni sem hún er hluti af. „Þessi auglýsingaherferð er svo boring að ég hef verið að hugsa um að hætta að drekka kristal í mótmælaskyni. En ég sé ekkert viðbjóðslegt við þessa mynd. Eiginlega bara frekar kúl.“

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af auglýsingunni sem um ræðir:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Í gær

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi

Þrettán ára stúlka grunuð um morð í Bretlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað