fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fréttir

Anna Valdís segir að staðan sé mjög slæm – „Við bara hræðumst þetta allt saman“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 28. september 2020 19:20

Keflavík - Mynd: Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú getur aldrei vanist því að sjá fá­tækt fólk sækja matar­að­stoð. Það er þyngra en tárum taki. Ég er búin að vera í tólf ár og ég venst þessu aldrei.“

Þetta segir Anna Val­dís Jóns­dóttir, vara­for­maður og verk­efnis­stjóri Fjöl­skyldu­hjálpar Ís­lands á Suður­nesjum í samtali við Fréttablaðið í dag. Fyrir helgi fengu yfir 200 fjölskyldur á Suðurnesjum mataraðstoð en vísa þurfti um 50 fjölskyldum frá vegna þess að ekki var nóg til af mat.

„Manni finnst þetta bara orðið svo ljótur heimur. Það vantar alla sam­kennd í fólk og kær­leika sem var hérna á árum áður. Þetta eru orðnir breyttir tímar,“ segir Anna. „Það voru 209 fjöl­skyldur og ein­staklingar sem komu á fimmtu­daginn og við urðum að vísa fólki frá. Allur maturinn var bara búinn í húsinu. Það hafa síðan komið nokkrar fjöl­skyldur hingað í dag sem við höfum þurft að vísa frá.“

„Við bara hræðumst þetta allt saman“

Anna segir að staðan sé, vægast sagt, mjög slæm. „Þetta kostar allt mikla peninga og við erum ekki með neitt peninga­tré,“ segir Anna en Fjölskylduhjálp hefur ekki fengið neina fjárhagsaðstoð, þrátt fyrir fyrirspurnir. „Þetta er mjög slæmt. Við höfum ekki fengið neina að­stoð frá neinu sveitar­fé­laganna hérna. Það hlýtur að vera mikil hjálp að hafa okkur því skjól­stæðingar okkar koma úr öllum sveitar­fé­lögunum á Suður­nesjum. Það eru Vogar, Grinda­vík, Njarð­vík, Garður, Reykja­nes­bær og Sand­gerði. Þetta er allt fólk sem leitar hingað.“

Samkvæmt Önnu mun Fjölskylduhjálp reyna að standa fyrir annarri úthlutun í næsta mánuði en ekki er vitað hversu stórtæk sú úthlutun verður. Anna segir að Fjölskylduhjálp þurfi að safna pening svo hægt sé að gera meira. „Við þurfum að kaupa meiri­hlutann af mat­vörunum. Fólk heldur að þetta sé ríkis­styrkt og við fáum allt gefins en það er bara miskilningur,“ segir Anna. „Við erum alltaf að reyna afla meiri fjár til að geta gefið fleirum. Við vitum ekki ná­kvæm­lega hvernig fram­haldið verður og sér­stak­lega jólin. Við bara hræðumst þetta allt saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni

Ákærður fyrir að ráðast á og nauðga fyrrverandi kærustu sinni
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út

167 Icelandair þotur af íslenskum hestum fluttar út