fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Krár og skemmtistaðir opna aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. september 2020 14:20

Þríeykið, Víðir, Þórólfur og Alma. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að krár og skemmtistaðir fái að opna aftur þann 28. september en Þórólfur Guðnason mun leggja það til í minnisblaði sem hann sendir heilbrigðisráðherra í dag, og inniheldur tillögur að breytingum á takmörkunum vegna samkomubanns. Þórólfur mun ekki leggja til hertar aðgerðir af nokkru tagi þrátt fyrir mörg smit undanfarið. Krár og skemmtistaðir verða opin til 23 eins og var fyrir lokun þeirra um daginn og settar verða fjöldatakmarkanir á gesti.

Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Þórólfur var ekki sjálfur á fundinum þar sem hann fann fyrir kvefeinkennum í morgun og flutti Alda Möller upplýsingar dagsins. Þórólfur greindist neikvæður í sýntatöku en er samt í sóttkví í dag.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nýkominn úr sóttkví og sagði hann að það væri erfitt að vera í sóttkví, hann væri búinn að prófa það sjálfur.

33 innanlandsmit greindust í gær en í fyrradag voru þau 57. Tæplega 3.000 sýni voru tekin. Hlutfall jákvæðra í skimun hefur lækkað undanfarið úr 5% niður í 2%. Alda sagði að sveiflur væru  miklar milli daga en svo virtist sem við værum að ná tökum á faraldrinum. Hins vegar gæti það tekið nokkuð langan tíma að fá hann til að ganga niður. Smitrakning gengur afar vel og 50 manna öflugt smitrakningarteymi er að störfum. Flestar ef ekki allar sýkingar eru raktar til hópsmita á nokkrum öldurhúsum fyrir skömmu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“