fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýju frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, geta þeir sem dreifa nektarmyndum eða nektarmyndböndum af öðrum í leyfisleysi átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi ef um ásetning er að ræða en tveggja ára fangelsi ef um gáleysi er að ræða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Maríu Rún Bjarnadóttur, lögfræðingi, sem kom að gerð frumvarpsins að því sé ætlað að styrkja lagalegan rétt fólks þegar brotið er gegn kynferðislegri friðhelgi þess. Fram að þessu hafi sum þessara mála heyrt undir núverandi löggjöf um blygðunarsemi, önnur undir kynferðislega áreitni en of mörg hafi fallið milli skips og bryggju.

Samkvæmt frumvarpinu verður það ekki aðeins sá sem dreifir myndefninu upphaflega sem ber ábyrgð heldur allir þeir sem kunna að dreifa því áfram. Margir óskyldir aðilar geta því verið brotlegir gegn sömu manneskjunni. Einnig mun ásetningurinn skipa miklu máli.

„Ég man eftir máli þar sem verið var að senda myndir á vinnuveitanda, foreldra og fleiri nákomna til þess að valda sem mestu tjóni. Það mál fékk ekki mikinn framgang í réttarkerfinu en þetta frumvarp myndi breyta því,“

er haft eftir Maríu.

Lögin munu einnig taka á hótunum um dreifingu en ekki er óalgengt að þeir sem komast yfir nektarmyndir eða myndbönd kúgi viðkomandi með hótunum um að dreifa myndunum.

„Stundum eru hótanirnar notaðar eingöngu til að brjóta fólk niður. Hin stafræna bylting hefur fært okkur margt gott en hún hefur einnig fært fólki tækifæri til að valda mun meiri skaða en áður,“

er haft eftir Maríu.

Löggjöfin tekur einnig á fölsunum sem eru vaxandi vandamál. Dæmi eru um að Photoshop sé notað til að fjarlægja fatnað af fólki á myndum, þeim síðan dreift og jafnvel skrifað með að viðkomandi sé að selja kynlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Í gær

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“

„Við sigldum í burtu, en fórum aldrei frá Flateyri“