fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Ákærð fyrir að sparka í lögreglumann í mótmælum til stuðnings hælisleitendum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 18. september 2020 15:49

Töluverð harka var í mótmælunum 11. mars 2019. Mynd: Vefur Hringbrautar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr sauð á Austurvelli þann 11. mars árið 2019 þegar töluverður hópur fólks safnaðist saman til að mótmæla brottflutningi hælisleitenda frá landinu. Lögregla var sökuð um að beita óþarfa hörku í aðgerðunum, nokkuð sem lögreglumenn neituðu, en hluti mómælenda freistuðu þess að reisa tjaldbúðir á Austurvelli.

Tuttugu og sjö ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir ofbeldi gegn lögreglumönnum í mótmælunum. Ákæra var gefin út gegn henni þann 18. júní í sumar en þingfesting málsins verður þann 1. október næstkomandi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Er DV hafði samband við konuna stóð hún í þeirri trú að þessi hluti ákæru gegn henni hefði verið felldur niður. Hún hafi farið í yfirheyrslu vegna málsins hjá saksóknara fyrir um ári og hafi alltaf neitað sök. Taldi hún að eftir stæði ákæra um að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

„Lögreglumennirnir réðust að okkur með piparúða og kylfum. Ég hélt að búið að væri að fella þetta niður. Ég var búin að fara í yfirheyrslu hjá saksóknara út af þessu og hef alltaf neitað sök. Ég kannast ekkert við að hafa sparkað í lögreglumann en það var ráðist mjög harkalega að okkur, við vorum dregin, okkur var hrint og sum okkar voru lamin.“

Segir hún að mótsagnir séu í framburði lögreglumanna um atvikið þar sem annar segir að hún hafi setið er hún sparkaði í lögreglumann en hinn að hún hafi staðið upp, gengið að lögreglumanni og sparkað í hann.

Í ákæru segir að konan sé ákærð fyrir að hafa sparkað þrisvar í lögreglumann á Austurvelli þann 11. mars 2019, er hann var þar við skyldustörf, með þeim afleiðingum að hann haf fundið til eymsla.

Er þess krafist að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“

Frumvarpið þrefaldi ferðakostnað venjulegs rafbíls – „Þetta eru kolröng skilaboð út í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“

Gerir stólpagrín að samningi ríkislögreglustjóra og Intru – „Ég skrifa 4 tíma neyðarútkall á þetta“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu

Vilja að stemmt verði stigu við bílastæðabraskinu