fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 17. september 2020 10:30

Spermatozoids and human egg on blue background

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggja- og sæðisbankinn Livio auglýsir á Facebook í dag eftir hugsanlegum sæðisgjöfum. „Hjálpaðu þeim sem þrá barn. Þú færð ókeypis heilsufarsskoðun og þóknun. Gefðu gjöf í dag!“ segir í auglýsingunni.

Á heimasíðu Livio segir jafnframt um gjafanna: „Eggja- og sæðisgjafarnir sem leggja til eggja- og sæðisbanka Livio eru valdir af kostgæfni, á grundvelli ítarlegra viðtala og heilsufarsrannsókna til að tryggja að gjafar uppfylli allar nauðsynlegar kröfur. Við leggjum ríka áherslu á að þú, sem gjafi, fáir hlýjar viðtökur og góða umönnun og njótir fyllsta öryggis.“

Þó nokkrar kröfur virðist vera gerðar til sæðisgjafa. Þeir þurfa að vera á milli 23 og 45 ára gamlir, reyklausir, án arfgengra sjúkdóma, vera heilsuhraustur og með BMI stuðul undir 32.

Samþykktir sæðisgjafar fá 7.000 kr. fyrir hverja samþykkta gjöf.

Ferlið sem tekur við er að umsókn er gerð og heilsufarsskýrsla send með henni. Við tekur svo símtal með upplýsingum og tímabókun. Í kjölfar sæðisgjafar fer sæðisrannsókn fram á gjöfinni sem og læknisskoðun. Viðtal við félagsráðgjafa fylgir og svo fer gjöf fram. 10 skipti, að lágmarki.

Það er mjög mikilvægt að allir gjafar séu við góða heilsu. Þess vegna skimum við alla gjafa okkar vel áður en gjöf er samþykkt. Þessi skimun fer bæði fram með viðtölum, smitsjúkdómaprófum, erfðafræðilegri rannsókn og almennri læknisskoðun.

Blóðsýni sæðisgjafa er rannsakað með hliðsjón af fjölda sjúkdóma, m.a. klamýdíu, lekanda, lifrarbólgu, HIV, og sárasótt. Að auki erfðamengi gjafans skimað fyrir ýmsum ættgengum sjúkdómum.

Umsókn um að gerast sæðisgjafi má nálgast hér, ásamt frekari upplýsingum um sæðisgjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita