fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Fréttir

Biður þá sem voru á Irishman Pub um að fara í skimun

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 17. september 2020 18:12

Víðir Reynisson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn biðlar til þeirra sem voru á barnum Irishman Pub, síðastliðið föstudagskvöld, á milli 16 og 23 að fara í skimun, sé það ekki nú þegar búið að því. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis sem er á dagskrá Bylgjunnar.

„Við erum að fara að senda beiðni frá okkur til þeirra sem voru á Irishman Pub á föstudagskvöldið og gerum það í samvinnu við eigendurna. Á morgun verður hægt að skrá sig í gegnum Heilsuveru í sýnatöku og við erum að hvetja þá sem voru þar síðasta föstudag milli kl. 16 og 23 og hafa ekki verið í sýnatöku eða samskiptum við okkur vegna sóttkvíar eða annað slíkt að skrá sig í sýnatöku. Þetta verður valkostur sem verður í boði,“

Arnar Gíslason, einn umsjónarmaður Irishman Pub var einnig í viðtali við Reykjavík Síðdegis, þar sagði hann að meintur smitberi hefði líklega einnig farið í nokkrar matvöruverslanir, bensínstöðvar og aðra staði. Hann lýsti því furðu sinni á því að sérstök áhersla væri lögð á sinn stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Eldsvoði í Kórahverfi

Eldsvoði í Kórahverfi
Fréttir
Í gær

Matarúthlutun stendur yfir hjá Fjölskylduhjálpinni í dag – 230 heimili fengu aðstoð í Reykjanesbæ í síðustu viku

Matarúthlutun stendur yfir hjá Fjölskylduhjálpinni í dag – 230 heimili fengu aðstoð í Reykjanesbæ í síðustu viku
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingur ákærður fyrir flugeldamisferli – Ekki tekst að birta honum ákæru

Hafnfirðingur ákærður fyrir flugeldamisferli – Ekki tekst að birta honum ákæru
Fréttir
Í gær

Björgvin hvetur til aukinnar virðingar – Dóttirin og vinkonur hennar verða fyrir aðkasti í hverfinu

Björgvin hvetur til aukinnar virðingar – Dóttirin og vinkonur hennar verða fyrir aðkasti í hverfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur óttast frekara smit

Þórólfur óttast frekara smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“

„Því miður hefur það nú gerst sem við óttuðumst mest“