fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Nýjar vendingar í máli krabbameinsfélagsins – Mál tveggja látinna kvenna send Landlækni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. september 2020 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál tveggja kvenna sem látist hafa úr leghálskrabbameini verða send Landlækni eftir helgi. Konurnar fóru í sýnatöku árið 2013 og 2016 og telur lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson að þetta gefi tilefni fyrir Krabbameinsfélagið að endurskoða sýni frá lengra tímabili en nú er gert.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sævar Þór er lögmaður konu sem hefur greinst með ólæknandi leghálskrabbamein eftir að mistök voru gerð við sýnatöku hjá Krabbameinsfélags Íslands. Ætlar konan í skaðabótamál.

Vegna málsins hefur Krabbameinsfélagið hafið endurskoðun á um 6.000 sýnum frá árunum 2017 til 2018.

Sævar greindi frá því í hádegisfréttum að honum hafi borist mikið magn af gögnum frá öðrum konum eða aðstandendum kvenna sem telja að mistök hafi átt sér stað við þeirra sýnatöku. Sævar hefur gaumgæft gögnin og taldi erindi í tilvikum tveggja kvenna, sem látið hafa lífið sökum leghálskrabbameins, að senda gögnin áfram á Landlækni.

„Þetta eru einstaklingar sem eru látnir og fjölskyldur þeirra hafa borið undir mig gögn máls sem gefa tilefni til eða sýna fram á það að sýnatökur hafi verið þannig að það hefði átt að kalla einstaklinga aftur til frekar athugunar og í einu tilvikinu tel ég að um mjög alvarlegt tilvik sé að ræða og einstakt tilvik hvað varðar alvarleika,“ sagði Sævar. 

Athygli vekur að konurnar fóru í sýnatöku á árunum 2013 og 2016, en líkt og áður hefur komið fram þá er Krabbameinsfélagið sem stendur aðeins að endurskoða sýni frá árunum 2017 og 2018.

„Þar af leiðandi spyr ég mig hvort það sé ekki tilefni til að beina þá athugun eða rannsókn yfir lengra tímabil en Krabbameinsfélagið hefur nú þegar talað um,“ segir Sævar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað