fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um 2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni og búast má við að þeim fjölgi á næstunni samfara versnandi efnahagsástandi.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Mörtu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi. Hún sagði einnig að tjón af völdum ótryggðra ökutækja nemi tugum milljóna á ári. Haft er eftir Mörtu að leiða megi líkur að því að fjöldi ótryggðra ökutækja í umferðinni sé í samræmi við efnahagsástandið hverju sinni. Því megi búast við fjölgun ótryggðra ökutækja á næstunni.

Ef ótryggt ökutæki lendir í tjóni lendir sá kostnaður á þeim sem standa skil á tryggingagreiðslum sínum þar sem tryggingafélögum er skylt að ábyrgjast slík tjón. Það eru Alþjóðlegar bifreiðatryggingar sem sjá um að gera upp kostnað vegna tjóna ótryggðra ökutækja og reyna síðan að sækja kostnaðinn til ökumanns og skráðs eiganda.

Það er lögreglan sem sinnir því að taka skráningarnúmer af ótryggðum ökutækjum og hefur Morgunblaðið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, að eftirlit með ótryggðum ökutækjum sé hluti af almennu eftirliti lögreglunnar. Hann sagði að lögreglan vilji gjarnan nota myndavélar til að bæta eftirlitið og hafi tilraunir verið gerðar með það en allt sé þetta á hönnunarstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“