fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Vilja að stjórnvöld rökstyðji hertar aðgerðir á landamærunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 07:45

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að stjórnvöld láti gera heildstæða greiningu á hagrænum áhrifum þess að herða takmarkanir á landamærunum. Samtökin segja að stjórnvöld þurfi að rökstyðja vel þær aðgerðir sem geta valdið ferðaþjónustunni tug milljarða tjóni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt greiningu sem SA létu gera sé árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum metið á 150 milljarða króna.

„Við viljum sjá greiningu sem rökstyður svona íþyngjandi aðgerðir. Það verður að vera hægt að sýna fram á að ávinningurinn af þessum aðgerðum vegi upp tjónið.“

Sagði Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, í samtali við Fréttablaðið. Hún sagði einnig að ef spár Seðlabankans fyrir og eftir tilkomu kórónuveirunnar séu bornar saman þá megi draga þá ályktun að heildartjónið vegna veirunnar geti numið 400 til 500 milljörðum á ári. Tjónið, sem ferðaþjónustan horfir fram á á árunum 2020 til 2022, geti verið 150 milljarðar árlega miðað við minnkandi hlutdeild greinarinnar í landsframleiðslu.

„Það er vissulega mikið hrun í erlendri eftirspurn og mikil fækkun flugferða milli landa vegna takmarkana annarra landa, sem við getum ekki haft áhrif á. Við getum þó haft einhver áhrif á þessar stærðir. Við teljum að hertar aðgerðir eða tilslakanir geti skipt máli upp á tugi milljarða til eða frá fyrir ferðaþjónustuna.“

Er haft eftir Önnu sem sagði að greiningin þurfi að vera heildstæð.

„Öll afleiddu áhrifin, þó að þau séu ekki auðmælanleg, hafa ekki fengið nægjanlega athygli. Langvarandi atvinnuleysi hefur gífurlega slæm áhrif, bæði fjárhagslega og félagslega. Við þurfum að taka tillit til þessara þátta rétt eins og við tökum tillit til fjölda smitaðra.“

Hún sagði sérstaklega mikilvægt að gera hagræna greiningu á aðgerðunum í ljósi þess að aðgerðirnar hér á landi séu harðari en í helstu nágrannalöndum okkar.

„Stefnan var upphaf lega sú að fletja út kúrfuna og koma í veg fyrir of mikið álag á heilbrigðiskerfið. En miðað við það hvernig seinni bylgja faraldursins hér á landi fór af stað, og hversu hörð viðbrögð stjórnvalda voru, hljóta önnur sjónarmið að búa að baki. Það virðist vera að stjórnvöld sætti sig ekki við neitt smit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Í gær

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld
Fréttir
Í gær

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum
Fréttir
Í gær

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla

Kæru Sameindar hafnað – Konukot fær að rísa í Ármúla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna

Mikil óánægja meðal foreldra með Kópavogsmódelið – Saka bæjaryfirvöld um að fegra stöðuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum

Ný afbrigði COVID láta á sér kræla með sársaukafullum einkennum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla

Franskir hermenn réðust um borð í skip sem tilheyrir skuggaflota Rússa – Talið tengjast dularfullu drónaflugi sem valdið hefur usla