fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Uppnám á starfsstöð Lögreglustjórans á Suðurnesjum – Vísa á Ólafi frá staðnum með valdi

Ágúst Borgþór Sverrisson, Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. ágúst 2020 13:17

Ólafur Helgi Kjatansson - Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur í dag freistað þess að fá aðgang að mannauðsgögnum embættisins. Hefur honum verið neitað um aðgang að gögnunum. Ólafur hefur hins vegar fengið það staðfest af lögfræðingi að hann eigi rétt á aðgang að gögnunum sem yfirmaður. Ætlar hann að freista þess að opna skjalaskáp sem inniheldur gögnin með aðstoð lásasmiðs. Ráðuneytisstjóri er á leiðinni til Reykjanesbæjar í fylgd nýs lögreglustjóra á Suðurnesjum, Gríms Hergeirssonar, sem skipaður hefur verið í embættið frá og með næstu mánaðamótum. Á að vísa Ólafi með valdi frá staðnum.

Þetta hefur DV eftir áreiðanlegum heimildum.

Mikið uppnám er vegna þessa á starfsstöðinni og andrúmsloftið rafmagnað.

Ólafur Helgi átti að láta af störfum um næstu mánaðamót og taka við starfi sérfræðings hjá dómsmálaráðuneytinu. Miklar deilur hafa staðið um Ólaf Helga hjá embættinu. Núna hefur verið ákveðið að Ólafur láti af störfum þegar í stað og verði í leyfi fram að mánaðamótum.

Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær hefur hæfnismat á umsækjendum um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019 vakið undrun og athygli.

Fréttablaðið hefur hæfnismatið frá 2019 undir höndum og kemur þar fram undarlegt mat mannauðsstjóra á menntun umsækjenda. Halldór Rósmundur Guðjónsson, einn umsækjenda, var með 30 ára starfsreynslu. Hann hafði lokið grunn- og meistaranámi í lögfræði,  fjórum önnum í mannauðsstjórnun og var í meistaranámi í rannsóknum við háskóla í Noregi. Gestur hafði lokið menntun í markþjálfun, einu ári í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og var búin með eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Menntun þeirra Gests og Halldórs var metin til sömu stiga í hæfnismat og síðan fékk Gestur hærri einkunn en Halldór þegar kom að huglægu mati.

Ólafur Helgi ákvað að ganga fram hjá bæði Gesti og Halldóri og réði annan í starfið.

Ólafur Helgi freistar þess að komast núna í þessi gögn en honum verður vísað frá staðnum með valdi.

Ráðuneytið veitir ekki svör

DV hafði samband við Hafliða Helgason, upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins, og óskaði eftir svörum ráðuneytisins varðandi þessa uppákomu. Hafliði segir að ráðuneytið geti engar upplýsingar veitt um málefni einstakra starfsmanna, það sé andstætt persónuverndarlögum og upplýsingalög geri ekki ráð fyrir veitingu slíkra upplýsinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“