fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stórfurðulegt hæfnismat lögreglunnar á Suðurnesjum – Markþjálfun metin jafnt við fimm ára nám í lögfræði

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að allt sé á suðupunkti innan lögreglunnar á Suðurnesjum þessi misserin. Greint var frá því í júlí að tveir starfsmenn hafi kvartað til fagráðs lögreglu vegna eineltis á vinnustaðnum og nú nýlega steig lögreglustjórinn Ólafur Helgi Kjartansson til hliðar eftir langvarandi illdeilur við yfirlögfræðing embættisins, Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, og mannauðsstjóra, Helga Þ. Kristjánssonar. Þau Helgi og Alda eru bæði í veikindaleyfi og hafa verið síðan kvartað var undan þeim vegna eineltis.

Eiginmaður Öldu Hrannar

Fréttablaðið greindi frá því í dag að eiginmaður Öldu, Gestur K. Pálmason, hafi verið meðal umsækjenda um stöðu yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli vorið 2019. Helgi Þ. sá um hæfnismatið. Rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum hefur sent yfirstjórn embættisins bréf vegna ráðningaferla embættisins. Er því þar meðal annars haldið fram að Alda Hrönn hafi óréttmæt áhrif á umsóknarferli.

Fréttablaðið hefur hæfnismatið frá 2019 undir höndunum og kemur þar fram undarlegt mat mannauðsstjóra á menntum umsækjenda.

Halldór Rósmundur Guðjónsson, einn umsækjenda, var með 30 ára starfsreynslu. Hann hafði lokið grunn- og meistaranámi í lögfræði,  fjórum önnum í mannauðsstjórnun og var í meistaranámi í rannsóknum við háskóla í Noregi.

Gestur hafði lokið menntun í markþjálfun, einu ári í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og var búin með eina önn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri.

Menntun þeirra Gests og Halldórs var metin til sömu stiga í hæfnismat og síðan fékk Gestur hærri einkunn en Halldór þegar kom að huglægu mati.

Þó fór svo að þáverandi lögreglustjóri, Ólafur Helgi, ákvað að ganga fram hjá bæði Gest og Halldóri og réði annan í starfið.

Halldóri Rósmundi var hins vegar sagt upp störfum hjá lögreglunni á Suðurnesjum á meðan umsóknarferlið var í gangi. Ríkislögmaður hefur viðurkennt bótaskyldu vegna uppsagnarinnar sem var metin ólögmæt. Halldór er einn þeirra sem hefur kvartað undan einelti sem hann telur sig hafa orðið fyrir frá Öldu Hrönn eftir uppsögnina. Fagráð taldi þó að ekki hafi verið um einelti að ræða.

Vinkona Öldu Hrannar

Fréttablaðið greindi jafnframt frá öðru tilviki sem átti sér stað 2018.

Þá sátti Eiríkur Valberg, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, um stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Alda Hrönn var þá fengin til að veita honum umsögn, sem farið var eftir við ráðningu, án þess að Eiríkur hafi tilgreint hana sem umsagnaraðila. Eiríkur var metin meðal þriggja hæfustu umsækjenda um starfið.  Þess í stað fékk Bjarney Annelsdóttir stöðuna, en hún er vinkona Öldu Hrannar. Alda Hrönn var enn starfandi sem aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma og því furðar Eiríkur sig á því að hún hafi veitt honum, óumbeðin, umsögn.

Eiríkur bað Helga mannauðsstjóra um matsskýrsluna en fékk þær upplýsingar til baka að það væri ekki hægt að senda honum þau.  Hins vegar komst Eiríkur að því síðar að aðrir umsækjendur hafi geta fengið gögnin, án vandkvæða.

Veikindaleyfi verði skoðað

Fráfarandi lögreglustjóri, Ólafur Helgi, hefur farið fram á við dómsmálaráðuneytið að veikindaleyfi þeirra Öldu Hrannar og Helga Þ. verði rannsakað.  Fóru þau í veikindaleyfi eftir að yfir meintu einelti þeirra var kvartað til fagráðs ríkislögreglustjóra. Lögreglustjóra var ekki tilkynnt sérstaklega um veikindaleyfið heldur komst að því þegar hann fékk sjálfvirkt svar í tölvupósti.  Fannst Ólafi grunsamlegt að þau hafi bæði, á þeim tíma sem yfir þeim var kvartað, skyndilega veikst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd