fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fréttir

Ágústa Johnson lærði snemma hve viðkvæm og lítt sjálfsögð velgengni er

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 21. ágúst 2020 09:00

Ágústa Johnson, DV, viðtal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsræktarfrömuðurinn Ágústa Johnson lærði það snemma á viðskiptaferli sínum hve viðkvæm og lítt sjálfsögð velgengni er. Hún tileinkaði sér því rétt liðlega tvítug aðferðarfræði sem hún hefur byggt eitt farsælasta vörumerki landsins á. Ágústa er í forsíðuviðtali DV sem kemur út í dag.

Ágústa lærði fljótt að það þýðir ekki annað en að standa vaktina sjálfur sé ætlunin að skara fram úr í eigin rekstri. „Þegar við Jónína stofnuðum Stúdíó Jónínu og Ágústu áttum við engan pening. Við fengum bara hrátt húsnæði sem við innréttuðum sjálfar með góðri hjálp vina og vandamannna. Við tókum ekkert lán, fengum bara að taka efni út í reikning hjá Húsasmiðjunni með loforði um að borga um leið og eitthvað kæmi inn í kassann.“

Botnlaus vinna

Hnýtt hefur verið í tengsl Ágústu og eiginmanns hennar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, við Bláa lónið í gegnum tíðina en Ágústa á 3% hlut í Bláa Lóninu. Grímur Sæmundssen, forstjóri Bláa lónsins, er einnig einn af aðaleigendum Hreyfingar. Aðspurð um hvernig hún takist á við það þegar hennar persónulegu fjármál séu til umfjöllunar í fjölmiðlum segist hún stolt af því sem hún hefur byggt upp. „Ég byrjaði á algerum núllpunkti og hef byggt mitt fyrirtæki upp frá engu. Ég er stolt og hreykin af því. Ég skammast mín ekki fyrir það sem ég á. Þetta er botnlaus vinna og ég hef aldrei fengið neitt upp í hendurnar,“ segir Ágústa. Hún segir það að standa við orð sín og að vera sjálf á staðnum vega þungt í velgengni sinni.

„Þú byggir ekkert upp til langs tíma nema að hafa mikinn áhuga og vera tilbúin í að eyða í það miklum tíma. Ég eignaðist fjögur börn og hnoðaðist alltaf í vinnu meðfram því. Ég hef aldrei tekið mér almennilegt fæðingarorlof.“

Hún segir velgengnina meðal annars stafa af því að áhugi á því sem hún var að gera hafi ýtt henni út í rekstur. „Það kemur manni ótrúlega langt í byrjun. Svo lærir maður ótrúlega fljótt af mistökunum. Ég var nánast búin að keyra fyrirtækið í gjaldþrot snemma á ferlinum. Ég var orðin kærulaus og var upptekin við að skemmta mér. Ég var kornung, búin að reka fyrirtækið í tvö eða þrjú ár, peningarnir rúlluðu inn og ég bara sofnaði á verðinum.  Ég áttaði mig svo á því reikningarnir höfðu safnast upp  og ég varð að bregðast hratt við og læra mína lexíu. Það þarf alltaf að vera á tánum, vera á staðnum og halda utan um hlutina. Í grunninn hef ég alltaf farið vel með peninga og er varkár í viðskiptum, en lykillinn að öllu er áhugi á því sem þú ert  að gera. Það smitar út frá sér. Mér finnst alltaf gaman að mæta í vinnuna og ég hef aldrei gengið í gegnum tímabil þar sem ég nenni þessu ekki lengur.“

Ágústa ræðir meðla annars fyrsta stefnumót sitt og eiginmanns hennar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, pólitískt þras, mikilvægi þess að nýta heilsurækt sem forvörn gegn Covid-19 og bréfið sem leitaði í fjölmiðla.

Smelltu hér til að lesa blaðið.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”