fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Dæmi um að eldri borgurum hafi hrakað mikið og jafnvel látið lífið vegna heimsóknarbanns –

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 14:26

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, var gestur þríeykisins á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

Þórunn segir að líðan eldri borgara sem einangrast vegna heimsóknarbanns sé ekki í öllum tilvikum góð. Dæmi séu um að fólki hraki mikið.

„Reynsla fólks af því í vor er ekki góð. Það er að segja, fólki hrakaði. Þeirra aðstandendum sem að t.d. alzheimer– sjúklingum hrakaði hratt við það að enginn kom og þekktu svo jafnvel ekki sína nánustu. Eins þeir íbúar sem voru með aðra sjúkdóma og það eru bara dæmi um það að þá leið stuttur tími og þá var fólk farið.“

Þórunn segir ljóst að heimsóknarbann þjóni ákveðnum tilgangi, en kallar eftir nýjum lausnum sem tryggi að íbúar dvalarheimila geti átt samskipti við sína nánustu.

„Það hljóta að vera einhverjir möguleikar“

Þórunn bendir á að eldri borgarar eru ekki endilega vel að sér í nútíma tækninni og missi því mikið af umræðunni og samskiptum. Það sé því mikilvægt að leiðbeina þeim og kenna og taka líka upp símann og hringja.

„Elsti hópurinn okkar hann er ekki tengdur eins og maður segir og hann er að missa af svo mörgu. Og núna bara í hádeginu var auglýsing frá bönkum að aldraðir gætu hringt í. Það sýnir okkur og sannar að við verðum að hjálpa þeim að vera með í okkar samfélagi eins og það virkar í dag“

Þórunn benti einnig á verkefnið símavinir sem rauði krossinn stendur að baki. Sveitarfélögin hafi líka komið þar að og það sé dýrmætt. Það séu margir sem telja sig vegna einmanaleika þurfa símavin og hafi þetta reynst vel og skapað góð tengsl milli símavina og eldri borgara. Þórunn sjálf á símavin sem hefur reynst henni vel.

Við teljum að þarna megi koma inn nýtt efni. sérstaklega við að kenna fólki á síma sína“

Hún hvetur einnig unga fólkið að vera dugleg að vera í sambandi við ömmur, afa, langömmur og langafa. „Tala oftar við afa og ömmu. Hringja í afa og ömmu“

Einmanaleiki er vágestur. Allar þjóðir í Evrópu eru að glíma við þetta. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“