fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

46 grunnskólakennarar í nánu samneyti á golfmóti – „Reyndum eins og við gátum að halda 2ja metra reglunni“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 12:15

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 50 kennarar komu saman á golfmóti Félags grunnskólakennara nýlega. Var þar um metþátttöku að ræða. Myndir af golfmótinu hafa vakið talsverða undrun en þar sjást kennararnir saman komnir og af þeim að dæma virðist tveggja metra reglan hafa gleymst í herlegheitunum.

Golf er ein fárra íþrótta sem iðkendur hafa fengið að spila svo til hindrunarlaust, en þó hefur golfsambandið gefið út breyttar reglur. Þannig mega spilendur til dæmis ekki taka um flaggstöng, fjarlægja skal boltahreinsivélar og hrífur úr sandglompum.

Í minnisblaði Golfsambands Íslands segir um klúbbhús golfvalla landsins:

Golfklúbbar hafi flestir veitingaleyfi og heyra því undir viðkomandi heilbrigðisyfirvöld til að viðhalda leyfum sínum. Það er því í höndum golfklúbbanna sjálfra að útfæra það samkomubann sem gildir hverju sinni um starfsemi þeirra í golfskálunum. Þó er mælst til þess að sturtuaðstaða og búningsherbergi verði lokuð.

mynd/aðsend

Sigurður Sigurðarson, stjórnarmaður í Félagi Grunnskólakennara, segir að reynt hafi verið eftir fremsta megni að koma til móts við reglur og skipulagning mótsins hafi tekið mið af því. „Við reyndum eins og við gátum að koma til móts við reglur samfélagsins um smitvarnir. Til dæmis voru holl skipuð fólki úr sama vinnustað og það sama átti við inni í borðsal þar sem kennarar úr sama skóla sátu saman. Á mótinu voru tveir kennarar frá Akranesi og þeir spiluðu bara tveir í holli,“ sagði Sigurður.

Mikil ábyrgð á kennurum

Nú styttist óðum í að skólar verði opnaðir á nýju og er ljóst af áherslum heilbrigðisyfirvalda á Íslandi að leggja á áherslu á að halda skólum opnum. Þannig var rætt um það í gær að hugsanlega yrði tekin upp eins meters regla í skólahaldi, og

Af samtölum DV við forystufólk í verkalýðshreyfingunni síðustu daga mátti ennfremur greina talsverðar áhyggjur þeirra af frekari röskun í skólastarfi. Sagði Drífa Snædal til dæmis við DV í gær að það væri áhyggjuefni hversu margir hefðu þegar nýtt allan sinn frítökurétt vegna röskunar á skólastarfi fyrr á árinu og í sumarfríin sín í sumar. Komi til frekari röskunar er hætt við að margir geti hreinlega ekki tekist á við það að vera heima með börnum sínum nema með launalausu leyfi frá störfum og tilheyrandi tekjutapi.

Aðspurður um ábyrgð kennara í þessu samhengi segist Sigurður sjálfur vera fyllilega meðvitaður um hana sem og alla sína kollega. „Við viljum vinna,“ sagði Sigurður og benti á að enginn kennari vill fara aftur í sama farið og var í samfélaginu í vor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn