fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þökk sé forsjálni íkorna til forna náðu vísindamenn í Síberíu að rækta upp lífvænar Silene stenophylla plöntur frá 32.000 ára gömlum fræjum. Þessi ótrúlegi atburður átti sér stað árið 2012 og hefur í dag enn umtalsverð áhrif á vísindasamfélagið.

Nú gera austurrískir vísindamenn tilraunir til þess að kortleggja genamengi þessara fornu plantna og raðgreina erfðaefnið til þess að finna út hvers vegna fræ þeirra entust jafnlengi og þau gerðu. Í ljósi þess að rússneskur sífreri er að þiðna vilja þeir skoða hvað það er í genamenginu sem hjálpar fræjunum að haldast lífvænleg.

Þá eru vísindamenn sérstaklega að leita eftir aðlögunum fræjanna að mjög heitum, þurrum eða rökum aðstæðum sem gætu hjálpað þeim að skoða hvernig aðrar plöntur gætu varið sig gagnvart loftslagsbreytingum. „Að mínu mati ætti mannkynið að vera þakklátt fyrir hvern snefil af gögnum sem við uppgötvum sem gætu hjálpað okkur að halda hlífiskildi yfir landræktarsvæðum okkar,“ segir prófessor Margit Laimer, plöntu-líftæknifræðingur frá University of Natural Resources and Life Sciences í Vín. Þá gætu gögnin reynst vel í verkefnum eins og  Global Seed Vault á Svalbarða, sem stundum er nefnd Doomsday Vault, þar sem markmiðið er að varðveita fræ af matplöntum um ókomna tíð.

Fræin fundust árið 2007

Sagan af fornu plöntnum hófst fyrir þrettán árum síðan, eða árið 2007, þegar teymi rússneskra, ungverskra og bandarískra vísindamanna heimtu frosin fræ úr jörðu. Fræin voru grafin niður á rúmlega 38 metra dýpi í sífrera Síberíu. Teymið var að rannsaka fornar íkornaholur þegar þeir duttu niður á fræin. Aldin og fræ höfðu varðveist fullkomlega í holunum fyrir náttúruöflunum þökk sé geymslutækni íkornanna.

Ætli plöntusamfélagið á Internetinu færi ekki á hliðina ef græðlingar af þessari fornu plöntu færu í dreifingu?

„Íkornarnir grófu í frosna jörðina til það gera sér hreiður í jörðinni sem voru á stærð við fótbolta. Í hreiðrunum fundu vísindamennirnir lög af heyi, mammút, vísundum, og beinum loðinna nashyrninga. Úr varð hið fullkomna geymslurými,“ segir Stanislav Gubin, einn af rannsóknarteyminu sem rannsakaði holurnar. „Þetta er náttúrulegur smáfrerakælir.“

Flest fræjanna voru ónothæf, mögulega höfðu íkornarnir skemmt þau til að koma í veg fyrir að þau spíruðu. En á sumum fræjunum fannst lífvænlegur aldinvefur sem gerði vísindamönnum kleyft, fimm árum síðar, að rækta úr þeim Silene stenophylla. Plönturnar blómstruðu, voru frjóar og fjölguðu sér eðlilega. Þessar fornu plöntur voru ótrúlega líkar S. stenophylla plöntum sem vaxa víða í Síberíu í dag, en þó voru blómblöðin ólík á þeim sem prýðir nútímaútgáfuna.

Lesa má um verkefnið í birtri grein á netinu, á vefsíðu National Geographic og vefsíðunni My Modern Met.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð