fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Fangelsinu á Akureyri lokað varanlega. 42 ára saga á enda.

Heimir Hannesson
Mánudaginn 6. júlí 2020 20:00

Í fangelsinu á Akureyri er pláss fyrir tíu fanga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangelsismálastjóri hefur ákveðið að loka fangelsinu á Akureyri. Er þetta gert í sparnaðar- og hagræðingarskyni. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þar að sparnaðar- og hagræðingarsjónarmið ráði för við ákvörðunartökuna.

Kemur fram í fréttatímanum að fangar hafi verið fluttir frá fangelsinu í vor en gert hafi verið ráð að þeir snéru aftur í september. Af því verður ekki. Kostnaðurinn við rekstur fangelsins á Akureyri er um 100 milljónir á ári. Sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri að aðgerðin sé nauðsynleg og að nú verði hægt verði að reka stærri fangelsin með betri afköstum, eða um 90-95%.

Fangelsið hefur verið starfrækt síðan 1978 en var endurbyggt árið 2008. Á heimasíðu Fangelsismálastofnunar segir um fangelsið á Akureyri:

„Aðstaða er fyrir 10 afplánunarfanga og einn gæsluvarðhaldsfanga og er aðstaðan mjög góð. Í fangelsinu er rúmgóð setustofa sem nýtt er sem matstofa og sjónvarpsherbergi. Fangar sjá um matseld. Um 100 m2 lokaður garður er við fangelsið þar sem aðstaða er til boltaleikja og útiveru. Góð aðstaða er til vinnu, náms og líkamsræktar.

Halla Björk Reynisdóttir, Forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, sagði í kvöldfréttum RÚV að ákvörðunin væri vonbrigði. „Fangar eiga rétt á að afplána sem næst heimili sínu,“ sagði Halla og bætti við að nú væri verið að loka fangelsinu í stærsta þéttbýliskjarna utan höfuðborgarinnar. Ennfremur gagnrýndi Halla skort á samráði við bæjaryfirvöld um ákvörðunina.

Komið hefur fram að 638 séu á biðlista eftir afplánun og hafði dómsmálaráðherra nýlega á orði að fyrningar vegna langrar biðar eftir afplánunarboðun gætu orðið 30 á þessu ári. Aðspurður gat Páll ekki lofað því að þessi aðgerð myndi stytta biðlista eða fjölga plássum heilt yfir, en sagði það velta á „þróun fjárheimilda.“ Fimm fastráðnum starfsmönnum fangelsisins verður boðið að flytja sig í starfi innan Fangelsismálastofnunar. Starfsmennirnir eiga að öðrum kosti rétt á biðlaunum í heilt ár.

Öll fangelsi landsins verða eftir lokunina á eða við höfuðborgarsvæðið nema Kvíabryggja, sem er við Grundarfjörð á Snæfellsnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum