fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

„Haldið þið að ríkisstjórnin ætli að láta tvo lækna og einn löggukarl ákveða framtíð landsins?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júlí 2020 12:18

Alma Möller. Mynd-Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er pólitíkin farin að toga í þríeykið? Þessari spurningu er varpað fram í viðtali Læknablaðsins við þau Ölmu Möller landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón. Tilefnið er að upplýsingafundir um kórónuveirufaraldurinn hafa nú verið færðir í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu og ríkisstjórnin boðar til fundanna en ekki almannavarnanefnd. Alma segist hafa fundið fyrir vaxandi pressu um að taka tillit til efnahagslegra þátta er leið á upplýsingafundina. Um þetta segir í greininni:

„En er þá táknrænt að upplýsingafundirnir hafi verið færðir úr gámnum við Skógarhlíð inn í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu? Er pólitíkin farin að toga í ykkur? „Ekki okkur,“ svarar Þórólfur. „En maður finnur fyrir því að aðrir hagsmunir berja á dyrnar. Það er eðlilegt og það væri óeðlilegt ef læknar og almannavarnir tækju ekki mið af þeim hagsmunum líka.“ Víðir segir eðlilegt að aðrir sérfræðingar komi að borðinu. Skilaboð ráðherra málaflokkanna hafi þó frá upphafi verið að sóttvarnir trompi allt.

Alma bendir á að þau hafi mætt pressu þegar leið á upplýsingafundina. „Eins og við bærum ábyrgð á því að hér væri gríðarlegt atvinnuleysi. Ég stillti mig um að svara: Haldið þið að ríkisstjórnin ætli að láta tvo lækna og einn löggukarl ákveða framtíð landsins? Auðvitað verða aðrir að gera það og ríkisstjórnin er til þess kjörin. Núna þegar önnur sjónarmið fá meira vægi boðar ríkisstjórnin þessa fundi. Hún er komin meira fram fyrir skjöldu,“ segir Alma.

Þórólfur segir heilsufarslega hagsmuni ekki aðeins felast í því hvernig veiran hegði sér. „Við þurfum því að líta til fleiri þátta heldur en bara á veiruna. Hún er númer eitt og við verðum að halda henni niðri en við þurfum líka að gera okkur ljóst að það sem við gerum getur valdið öðru heilsufarslegu tjóni sem menn sáu ekki fyrir og er álíka slæmt og það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir.“ Alma bætir við að gott atvinnulíf sé undirstaða lýðheilsu.“

Mikil óvissa um framtíðina

Þríeykið játar að mikil óvissa ríki um framtíðina og margskonar hagsmunir takist á:

„Svikalogn. Erum við í svikalogni faraldursins? „Já, við erum í ákveðnu logni þar sem við vitum ekki hvort það kemur rok, gola, rigning eða snjókoma,“ segir Þórólfur. „Þetta er óvissutími og verður erfiðari en sá tími sem við höfum gengið í gegnum. Núna takast margir hagsmunir á. Heilsufarslegir númer eitt, svo eru þessir efnahagslegu og utanríkispólitík. Allskonar hlutir sem togast á. Við vitum ekki hvað þetta tekur langan tíma. Það er það versta.““

Þríeykið fagnar gagnrýni en segir að þau hefðu alltaf verið gagnrýnd, sama hvaða ákvarðnir þau tækju. Gagnrýnin sé óumflýjanleg:

„Ef ekkert gerist og það kemur aldrei nein sýking segja menn: Þið gerðuð of mikið, lögðuð allt í kaldakol og eyðilögðuð allt. Svo var þetta bara ekki neitt neitt. Nú ef allt fer á slæman veg og við fáum holskeflu yfir okkur aftur segja menn: Djöfullinn maður. Þið gerðuð ekki neitt.“ Þórólfur segir að þau reyni að feta milliveginn og sjá hvað sé framundan.

„Við erum að vanda okkur og reyna að gera eins vel og við getum. Síðan verðum við að sjá hver árangurinn verður.“

 

Textaviðtal og hlaðvarp eru á vef Læknablaðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Í gær

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga

Súr gúrka í eftirrétt Víðmelinga
Fréttir
Í gær

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér

Segir ólíkt Konráð að láta ekki vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist

Ekki grímuskylda í Strætó – Mælt með grímunotkun ef vagn fyllist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu

Smit virðist ekki vera útbreitt í samfélaginu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana

Upplýsingafulltrúi Strætó opnar sig um grímumálið: Stressandi dagar – Má bæta samskipti milli stofnana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þetta er bara helvíti á jörðu“

„Þetta er bara helvíti á jörðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“

„Í góðu lagi að fara í sumarbústað um helgina“