fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sigurður í stórhættu með ungum börnum sínum – „Sjaldan verið jafn hræddur um líf mitt“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 16:00

Þjóðvegur 1 -Credit: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Án þess að vilja hljóma dramatískur þá hef ég sjaldan verið jafn hræddur um líf mitt eins og í dag. Ég var að keyra heim að norðan þegar ég varð að keyra útaf til að fá ekki stóran jeppa framan á mig.“

Svona hefst Facebook-færsla Sigurðar nokkurs Svavarssonar, sem hann birti í gærkvöldi og hefur vakið gríðarlega athygli. Í færslu Sigurðar er bréf til bílstjóra á jeppa sem hann mætti þegar hann var ásamt börnunum sínum á ferð í Borgarfirði. Sigurður segir að umræddur bílstjóri hafi ógnað lífi sínu og barnanna sem eru tveggja og fjögurra ára gömul. Jeppinn hafi tekið framúr fjórum bílum í blindbeygju. Það hafi orðið til þess að Sigurður hafi keyrt útaf veginum.

„Ég vona að aðilinn sem ég mætti í Borgarfirðinum á öfugum vegarhelmingi að taka fram úr 4 bílum í blindbeygju, hafi ekki misst af viðburðinum sem hann virtist vera að missa af.

Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af mér og börnunum mínum (2 og 4 ára) en við þurftum að víkja fyrir honum út af og niður af veginum um leið og hann kom út úr beygjunni. Sjálfur var ég á ca 90 km hraða.“

Sigurður segir að maðurinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjölskyldunni sinni. Það hafi þó ekki verið manninum að þakka að eiginkona sigurðar hafi endað sem „barnslaus ekkja“ eftir atvikið.

„Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að róa börnin mín eftir að við staðnæmdumst utan vegar, því ég gerði það þegar mest af sjokkinu hafði gengið yfir.

Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af bílnum þar sem svo ótrúlega vill til að þar sem við hentumst útaf var aðeins malarruðningur en ekki skurður, tré eða stórir steinar.

Aðilinn má hins vegar vita að það er ekki honum að þakka að kona mín endaði daginn ekki sem barnslaus ekkja.“

Hann segist vonast til þess að ástæðan fyrir því að maðurinn hafi keyrt eins og hann keyrði hafi verið góð, svo góð að fórna mætti heillri sfjölskyldur fyrir hana. Þa´segist hann vonast til þess að lögreglan hafi tekist að taka bílstjórann úr umferð.

„Ég vona að ástæða þess að þú ókst eins og þú ókst hafi verið það góð að það mátti fórna einni fjölskyldu fyrir hana.

Vona hins vegar enn frekar að lögreglan (sem ég heyrði í) hafi haft tækifæri og ástæðu til að taka þig úr umferð áður en þú skaðar einhvern.

Kveðja, einn sem er enn að ná sér.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar