fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Er Hekla í startholunum fyrir gos? Vara við gönguferðum á fjallið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 08:00

Hekla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið vitað að eldgos í Heklu geta komið með mjög skömmum fyrirvara og sker eldfjallið sig úr hvað varðar þetta. Nýlega vöruðu nokkrir jarðvísindamenn fólk við þeirri hættu sem getur fylgt því að vera á Heklu ef eldgos brýst skyndilega út.

„Ekki er hægt að tryggja það að viðvaranir um yfirvofandi eldgos berist í tæka tíð fyrir ferðafólk að forða sér í öruggt skjól. Hér er þess einnig að gæta að gos í Heklu byrja oft með öflugu gjóskugosi. Hópur óviðbúins göngufólks á fjallinu hefur mjög takmarkaða möguleika til að bjarga sér.“

Segir í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands að reynsla af Heklugosum sýni að óvenju stuttur fyrirvari sé á gosum miðað við önnur eldfjöll hér á landi. Hann sagðist telja að fullnægjandi viðvörunarmerkingar séu í kringum fjallið og ættu ekki að fara framhjá þeim sem ætla sér á fjallið.

Sjálfur sagðist hann mundu taka þá áhættu að ganga á fjallið ef hann ætti brýnt erindi á það.

„En ég myndi ekki taka þá áhættu að hafa með mér hóp af fólki og allra síst að selja þangað hópferðir. Það finnst mér ábyrgðarlaust.“

Er haft eftir honum og nefndi hann einnig dæmi erlendis frá um hörmulegar afleiðingar þess að fólk hafi ákveðið að ganga á virk eldfjöll. Þar nefndi hann eldgosið í Hvítueyju við Nýja-Sjáland í desember á síðasta ári en þangað fóru ferðamenn þrátt fyrir viðvaranir. 21 lést og 26 slösuðust. Í eldgosi í Ontake í Japan 2014 létust 63 þegar fjallið gaus skyndilega.

Hvað varðar Heklu þá sýna hallamælingar við Næfurholt, sem er um 10 km frá fjallinu, að sívaxandi þrýstingur sé í kvikukerfi eldfjallsins á 10-15 km dýpi. Hallinn var mældur 13. júlí  og hefur hann aukist jafnt og þétt frá síðasta gosi sem var árið 2000. Hallinn er nú meiri en hann var fyrir gosin 1991 og 2000. Þrýstingurinn í kvikukerfinu lyftir landinu á stóru svæði umhverfis Heklu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar

Fyrirhugað að Gufunesmálið fari fyrir Landsrétt í febrúar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Í gær

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“

Segir þjóðina með þeim í liði eftir harmleikinn í Suður-Afríku – „Hjartað mitt er hjá Maríu 24-7“
Fréttir
Í gær

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Í gær

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi

Sneru vörn í sókn gegn leigubílstjóranum sem ofrukkaði þær og skildi svo eftir í myrkrinu á Bláfjallavegi
Fréttir
Í gær

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað

Stúlka sýknuð af ákæru um að hafa stungið pilt tvisvar í bakið – Var aðeins 15 ára þegar meint brot átti sér stað