fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vendingar í máli Stjörnunuddarans – Landsréttur fellir úrskurð Héraðsdóms úr gildi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur felldi í dag úrskurð Héraðsdóms úr gildi um að Sigrún Jóhannsdóttir fái ekki að vera réttargæslumaður fjögurra kvenna í nauðgunarmáli gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, sem nefndur hefur verið Stjörnunuddarinn. Ennfremur felldi Landsréttur úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að Jóhannes S. Ólafsson fái ekki að sinna réttargæslu brotaþola í málinu. Jóhannes er sambýlismaður Sigrúnar.

Sigrún var lögmaður kvennanna sem stigu fram og ásökuðu Jóhannes um kynferðisbrot á fyrstu stigum málsins. Allt í allt stigu 32 konur fram, 15 konur lögðu fram kæru í málinu en 11 voru felldar niður í meðferð málsins hjá lögreglu. Hinar fjórar ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi í síðustu viku. Er Jóhannes þar ákærður fyrir að nauðga fjórum konum.

Sjá nánar: „Stjörnunuddarinn“ Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson ákærður fyrir að nauðga fjórum konum

Sigrún var eins og fyrr segir réttargæslumaður kvennanna fjögurra þar til verjandi Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason, setti hana á vitnalista sinn í málinu. Úrskurðaði dómstóllinn þá að Sigrún uppfyllti ekki lengur skilyrði til að vera áfram réttargæslumaður. Landsréttur hefur nú úrskurðað að Sigrún skuli áfram bera vitni í málinu en skipaði jafnframt héraðsdómara að skera úr um það sérstaklega hvort hún fái að halda stöðu sinni sem réttargæslumaður brotaþola í málinu.

Sjá nánar: Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Ákvörðun dómara Héraðsdóms um að afturkalla skipun Jóhannesar var felld úr gildi og fær hann því að halda áfram sem réttargæslumaður eins brotaþola í málinu. Afturköllunin var gerð á þeim grundvelli að hann væri sambýlismaður Sigrúnar, sem þá var orðin vitni í málinu og hagsmunir hans því ósamrýmanlegir hagsmuna brotaþola. Á þetta félst Landsréttur ekki og felldi þann úrskurð úr gildi, líkt og fyrr sagði.

Staða Sigrúnar sem réttargæslumaður verður því tekin fyrir af Héraðsdómi og mun hann úrskurða sérstaklega um það áður en aðalmeðferð málsins fer fram. Málaferlin fara fram fyrir luktum dyrum í lokuðu þinghaldi og mega því aðilar máls ekki tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla