fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Úr dagbók lögreglu: Fíkniefnaakstur, skráningarmerkjasvindl og krakkar með flugelda

Heimir Hannesson
Föstudaginn 10. júlí 2020 08:34

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Handtóku lögreglumenn á Austurvelli sem áreitt hafði fólk. Maðurinn var færður í fangaklefa á lögreglustöð þar sem hann fékk að sofa úr sér.

Talsvert var um fíkniefnaakstur í borginni, eins og flest önnur kvöld. Virðist af dagbók lögreglu að dæma fíkniefnaakstur vera orðið daglegt brauð. Stöðvaði lögregla til að mynda bifreið í hverfi 105 þar sem númeraplötur á bifreiðinni voru rangar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að aka bifreið án ökuréttinda en maðurinn var sviptur þeim, vörslu fíkniefna og þjófnað á skráningarmerkjum og misnotkun þeirra. Bifreiðin var jafnframt ótryggð og var númeraplatan fjarlægð.

Ungir drengir í Álftamýri í Háaleitishverfi Reykjavíkur voru gripnir við að fikta við skotelda auk þess sem þeir eru grunaðir um að hafa valdið skemmdum á rafmagnshlaupahjóli. Málið var unnið með aðkomu foreldra og barnaverndar, segir lögreglan í tilkynningu.

Fleiri voru stöðvar grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar á meðal tveir án gildra ökuréttinda.

Þá datt kona seinnipartinn í gær af reiðhjóli og flutti sjúkrabíll hana til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita