fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Úr dagbók lögreglu: Fíkniefnaakstur, skráningarmerkjasvindl og krakkar með flugelda

Heimir Hannesson
Föstudaginn 10. júlí 2020 08:34

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt. Handtóku lögreglumenn á Austurvelli sem áreitt hafði fólk. Maðurinn var færður í fangaklefa á lögreglustöð þar sem hann fékk að sofa úr sér.

Talsvert var um fíkniefnaakstur í borginni, eins og flest önnur kvöld. Virðist af dagbók lögreglu að dæma fíkniefnaakstur vera orðið daglegt brauð. Stöðvaði lögregla til að mynda bifreið í hverfi 105 þar sem númeraplötur á bifreiðinni voru rangar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, að aka bifreið án ökuréttinda en maðurinn var sviptur þeim, vörslu fíkniefna og þjófnað á skráningarmerkjum og misnotkun þeirra. Bifreiðin var jafnframt ótryggð og var númeraplatan fjarlægð.

Ungir drengir í Álftamýri í Háaleitishverfi Reykjavíkur voru gripnir við að fikta við skotelda auk þess sem þeir eru grunaðir um að hafa valdið skemmdum á rafmagnshlaupahjóli. Málið var unnið með aðkomu foreldra og barnaverndar, segir lögreglan í tilkynningu.

Fleiri voru stöðvar grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar á meðal tveir án gildra ökuréttinda.

Þá datt kona seinnipartinn í gær af reiðhjóli og flutti sjúkrabíll hana til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum