fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jakob bendir á stóran galla við íslenska blaðamennsku – „Þetta sparkar fótunum undan faglegri umfjöllun“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 17:00

Jakob Bjarnar Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob Bjarnar, blaðamaður hjá Vísi, birti í dag færslu í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar þar sem hann ræddi yfirlestur viðmælenda í fjölmiðlum, sem hann telur að sé samfélagsmein. Um er að ræða þegar að blaðamaður hefur eitthvað eftir viðmælenda sem ætlast til þess að sjá frétt eða grein áður en hún birtist til þess að lesa yfir.

Jakob segir að margir líti á þennan yfirlestur sem fagleg vinnubrögð, sem honum finnst af og frá.

„Á hverjum einasta degi lendi ég í því sem blaðamaður, eftir spjall við mann og annan, að viðkomandi fer fram á að ég sendi sér fréttina/viðtalið til yfirlestrar. Hvernig varð þessi skelfilega hugmynd viðtekin á Íslandi? Hvernig er hægt að vinda ofan af þessari vitleysu sem þekkist hvergi annars staðar?

Því miður eru margir innan stéttarinnar sem telja þetta góða hugmynd og jafnvel góð vinnubrögð (sic). En þar ræður annað hvort að þeir blaðamenn eru algerlega óskólaðir og/eða hysknir.“

Jakobi finnst að með því að leyfa þennan yfirlestur breyti höfundur sér í ímyndarráðgjafa og ritara, í stað blaðamanns. Hann segir að oft þurfi hann að eyða talsverðum tíma í að útskýra þetta fyrir viðmælendum sínum.

„Prinsipp eru algild. Þau eru ekki valkvæð. Og ef einn á að fá að ritstýra og stjórna umfjöllun um sig þá verður svo að vera um alla. Með slíkum subbuskap breytist eðli blaðamennsku. Trúnaður blaðamanns er ekki lengur við lesandann heldur viðmælandann og þann sem er til umfjöllunar. Blaðamaðurinn hefur þannig breytt sér í ímyndarráðgjafa og ritara viðkomandi. Það er eitt en verra þó að með því hefur fjölmiðillinn algerlega glatað erindi sínu.

Drúgur hluti tíma míns fer í að reyna að útskýra þetta fyrir fólki sem ég ræði við. Það ber því ýmist við að svona sé þetta hjá öðrum blaðamönnum eða að þeir hafi lent í því að rangt hafi verið eftir sér haft. Því verður ekki bjargað með því að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Þetta er algert skaðræði.“

Færsla Jakobs hefur vakið mikla athygli, en meira en fimmtíu ummæli hafa birst henni að neðan þegar að þessi frétt er skrifuð. Fólk er ýmist sammála eða ósammála Jakobi, en í samtali við blaðamann DV sagði hann að fyrir sér væri Facebook ákveðið tilraunaeldhús.

„Ég á nú ekki í miklum vandræðum með að leita uppi bál og brand á Facebook. Það get ég sagt þér. Maður veit svo sem alveg á hvaða hnappa maður á að ýta. Ég lýt á Facebook sem tilrauneldhús. Ég er oft að prófa og máta allskonar hugmyndir þarna.“

Aðspurður sagði Jakob að líklega væri það annar hver viðmælandi hans sem að biður  hann um að fá að lesa yfir. Hann sagði að um væri að ræða vandamál sem væri hluti af stóru samfélagslegri meinsemd, en þar hefði meðvirkni og lítill fólksfjöldi mikið að segja. Þá hélt hann því fram að stundum væri þetta vandamál komið svo langt að fólk vildi fá að yfirlesa fréttir upp úr skrifuðum svörum.

„Þetta er samfélagsleg meinsemd því þetta sparkar fótunum undan faglegri eðlilegri umfjöllun fjölmiðla. Fólk er tilbúið að fórna faglegri umfjöllun á altari þess að það sjálft komi hugsanlega betur út úr einhverri umfjöllun í dagblaði sem er svo löng gleymt og grafið bara á morgun.

Það liggur við að annar hver maður fari fram á þetta. Fólk heldur að þetta séu góð vinnubrögð, en ef það hugsar þetta aðeins lengra þá kemur annað í ljós. Fólk setur fram þá eindregnu kröfu að við þjónum þeim. Það er mikil ranghugmynd, sem byggir á því að við Íslendingar séum miklir tækifærissinnar og hvað það sé grunnt á prinsippunum.“

Þá ræddi Jakob einnig það sem birtist opinberlega á samfélagsmiðlum og sagði að blaðamenn ættu ekki að þurfa að biðja um leyfi til að greina frá því. Jakob sagði einnig að blaðamannastéttin verði að taka á þessum vandamálum.

„Það er algjör nauðsyn að stéttin fari að taka til heima hjá sér og reyni að vinda af mjög alvarlegum ranghugmyndum. Ef að fjölmiðlar ætla að sinna því mikilvæga hlutverki sem þeim er ætlað, að standa fyrir upplýsingu sem er meginforsenda lýðræðisins.“

Að lokum grínaðist Jakob aðeins og bað undirritaðan um að senda sér þessa frétt áður en hún birtist svo hann gæti lesið hana yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun