fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Helgarspáin: Sólin í helgarfrí en milt og gott útivistarveður

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. júní 2020 11:07

Sundlaugin á Hvolsvelli mynd/sundlaugar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem sólin ætli í helgarfrí þessa helgina og leyfa skýjunum að taka við. Þykkt yfir landinu öllu og um og yfir 10 stiga hiti. Fínt veður til hverskyns útivistar þó sólin skíni ekki, enda lítill vindur og þurrt á landinu öllu. Hlýjast á suðurströndinni alla helgina og ef til vill tilvalin helgi til að prófa nýja golfvelli á Suðurlandinu eða skella sér í rauðu rennibrautina í sundlauginni á Hvolsvelli.

Á mánudag er væta í kortunum. Myndarlegur úrkomubakki stefnir að okkur að suðvestan og virðist ætla að banka á dyr höfuðborgarbúa á sunnudagskvöld. Sá bakki færir sig svo yfir landsmenn alla á mánudag.

Í stuttu máli:

Laugardagur: Fínt veður, um 10-12 gráður, logn svo að segja og þurrt. Lognið mun þó hreyfast aðeins hraðar á Austurlandi og uppsveitum Árnessýslu. Hlýjast á Suðurlandi eða um 15 gráður. Fer að blása á Snæfellsnesinu um kvöldið.

Sunnudagur: Hangir þurr fram að kvöldmat, logn og þurrt. Hlýjast meðfram suðurströndinni. Fer að blása og blotna um kvöldmatarleytið suðvestantil.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Í gær

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur

Dómur yfir Ásbirni og Bessa fyrir hópnauðgun stendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“