fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Hugsanlegt að þessi hraða aflétting komi í bakið á okkur – óboðlegt að ásaka einstaklinga

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 29. júní 2020 15:06

Þríeykið. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir brýnir fyrir almenningi að huga að smitvörnum. „Það er greinilegt að menn hafa slakað mjög, mjög mikið á. Það er ekki gott og er áhyggjuefni,“ sagði hann á blaðamannafundi almannavarna í dag.  Almenningur þurfi að taka sig á í þessum efnum, annars sé hugsanlegt að þessi hraða aflétting á samkomubanni hér á landi komi í bakið á okkur.

Hópsýking kom upp um helgina og ljóst er að þau smit sem eru að dreifa sér hér á landi má rekja til ungrar knattspyrnukonu sem kom frá Bandaríkjunum og var talin ósmituð eftir skimun á Keflavíkurflugvelli  greindist nokkru síðar með virkt smit.

Hvetur til nærgætinnar umræðu um einstaklinga

Alma Möller landlæknir hvatti á fundinum til nærgætinnar umræðu um þá sem smitast og þá sem verða fyrir því að smita aðra.

Nafn ungu knattspyrnukonunnar var birt opinberlega ásamt mynd af henni þar sem greint var frá því að hún væri smituð. Vísaði Alma að öllum líkindum til þessa þegar hún sagði: „Nú liðna daga hafa einstaklingar verið nafngreindir. Fyrir utan að vera ótækt, vegna persónuverndarsjónarmiða, þá skapaði þetta aukið álag á smitrakningarteymið.“ Sagði hún umræðu um smitaða einstalinga ekki áður verið með þessu hætti og væri þetta á engan hátt við hæfi.

Þá sagði Þórólfur mikilvægt að taka fram að unga konan hafi farið eftir öllum reglum og því ekkert sem gefi tilefni til að ásaka hana um að bera ábyrgð á smitunum.  Þrátt fyrir þessar hörðu ásakanir hafði konan einnig fundið fyrir miklum stuðning og vildi láta færa því fólki þakkir sínar.

Samkomutakmarkanir óbreyttar að sinni

Samkomutakmarkanir miðast nú við 500 manns, og næsta skref hefði verið að hækka þann fjölda upp í 2000 en einhver bið verður á því og ekki fyrirséð hvenær það verður í ljósi þeirra hópsýkingar sem komin er upp. Þá segist Þórólfur ekki geta mælt með því að skemmtistaðir séu með opið lengur og að áfram verði hér 2000 manna hámark á fjölda ferðamanna.

„Vonandi þurfum við ekki að herða samkomutakmarkanir og stíga skref til baka en það verður að koma í ljós. Það yrði áfall að þurfa að herða takmarkanir enn frekar eftir allar þær fórnir sem við höfum fært á undanförnum mánuðum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“

Uggandi yfir flutningi Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg – „Fólk er hrætt og vill bara fara að selja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA